Framkvæmdafréttir frá umhverfis- og skipulagssviði Grindavíkurbæjar

  • Fréttir
  • 13. desember 2023

Uppfærð frétt: Framkvæmdafréttir frá umhverfis- og skipulagssviði Grindavíkurbæjar

Staðan á vatns- og fráveitu 12. desember. 

Myndun á fráveitulögnum er nánast lokið, einungis eru eftir nokkrir stuttir leggir. Flestar þeirra lagna sem búið er að mynda líta nokkuð vel út. 
 Unnið er í umfangsmikilli viðgerð á fráveitukerfinu frá gatnamótum Stamphólsvegur/Austurvegur að brunni í Túngötu ofan Marargötu. Framkvæmdin er tímafrekari en gert hefur verið ráð fyrir og er því nú stefnt að því að viðgerð ljúki um næstu helgi.

Meðfylgjandi mynd sýnir hvaða lagnir er búið að mynda og flokkun á stöðu lagna eftir lit er eftirfarandi:
    Bláar línur: Fráveitulagnir eru í lagi. 
    Gular línur: Fráveitulagnir eru í lagi en lagfæring á lögnum við Austurveg/Ránargötu veldur því að ekki er hægt að nota fráveitukerfið. Gert er ráð fyrir því að viðgerð verði lokið um næstu helgi.  
    Grænar línur: Fráveitulagnir eru í lagi en það á eftir að ljúka við myndatöku, þ.e. það þarf að hreinsa lagnir til að ljúka myndatöku. Ekki er í lagi að nota grænmerktar lagnir við Norðurhóp, Vesturhóp og Stamphólsveg þar til viðgerð neðar í fráveitukerfinu (stóra viðgerðin frá Austurvegi niður Túngötu) er lokið. 
    Rauðar línur: Fráveitulagnir eru ekki í lagi. 

•    Íbúar og fyrirtæki geta notað salerni, vaska, uppþvottavélar o.s.frv. þar sem lagnir við þeirra götu er litaðar með bláu og grænu á meðfylgjandi mynd, aðrir ekki. 
•    Kalt vatn er komið á allan bæinn.  
•    Mikilvægt er að íbúar og fyrirtæki hafi í huga að ástand lagna getur tekið breytingum fyrirvaralaust þar sem landið er enn á hreyfingu. 
•    Ef íbúar eða fyrirtæki verða varir við óeðlilegt frárennsli frá húseignum sínum þá eru þeir beðnir um að hafa samband við pípara eða ræða það við Náttúruhamfaratryggingu Íslands við tjónaskoðun ef tilkynnt er um tjón.
•    Mikilvægt er að íbúar og aðrir sem koma til Grindavíkurbæjar ferðist um á götum og gangstéttum og takmarki gangandi umferð sína eins og kostur er. Það er enn hreyfing á jörðinni, sprungur og holur geta opnast fyrirvaralaust. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd hér að ofan sýnir hvaða lagnir er búið að mynda, bláar lagnir eru í lagi en rauðar lagnir hafa orðið fyrir tjóniHeimlagnir fráveitu eru ekki myndaðar.

Staðan á vatns- og fráveitu 4. desember: 
•    Myndun á fráveitulögnum heldur áfram.  Heimlagnir fráveitu eru ekki myndaðar. 
•    Yfirlitsmynd sem fylgir frétt sýnir hvar þær fráveitulagnir sem búið er að mynda eru í lagi og hvar  ekki. 
•    Unnið er í umfangsmikilli framkvæmd á fráveitukerfinu frá gatnamótum Stamphólsvegur/Austurvegur að brunni í Túngötu ofan Marargötu.   
•    Íbúar og fyrirtæki geta notað salerni, vaska, uppþvottavélar o.s.frv. þar sem búið er að mynda lagnir og þær eru í lagi. Aðrir geta ekki notað lagnir.
•    Kalt vatn er komið á nánast allar fasteignir.  
•    Mikilvægt er að íbúar og aðrir sem koma til Grindavíkurbæjar ferðist um á götum og gangstéttum og takmarki gangandi umferð sína eins og kostur er. Það er enn hreyfing á jörðinni, sprungur og holur geta opnast fyrirvaralaust.  

Myndun á fráveitulögnum heldur áfram og er góður gangur á þeirri vinnu. Flestar þeirra lagna sem búið er að mynda líta nokkuð vel út.

Svæði sem á eftir að mynda eru íbúðahverfi beggja vegna Hópsbrautar og íbúðahverfi sem afmarkast af Austurvegi, Víkurbraut og Hafnargötu. Stefnt er að því að vinnu við myndun allra frárennslislagna ljúki fljótlega eftir næstu helgi.

Vinna við hæðarmælingar á brunnum heldur áfram til að fá fullvissu um sjálfrennsli.

Unnið er að viðgerð á lögnum þar sem þær eru laskaðar. Umfangsmesta viðgerðin á fráveitunni er frá Stamphólsvegi/Austurvegi, framhjá Kirkjunni, yfir Ránargötu og niður að Túngötu til móts við Marargötu. 
Kalt vatn er komið á nánast allan bæinn. Gult svæði á mynd hér að neðan sýnir það svæði sem ekki er komið með kalt vatn. Stefnt er að því að kalt vatn verði komið á allan bæinn fyrir helgi. 
Íbúar og fyrirtæki geta notað salerni, vaska, uppþvottavélar o.s.frv sem búið er að mynda og eru í lagi, aðrir ekki. Það tefur fyrir viðgerðum og myndun lagna að auka við það vatn sem er nú þegar í fráveitukerfinu. 

Mikilvægt er að íbúar og fyrirtæki hafi í huga að ástand lagna getur tekið breytingum fyrirvaralaust þar sem landið er enn á hreyfingu. 

Ef íbúar eða fyrirtæki verða varir við óeðlilegt frárennsli frá húseignum sínum eru þeir beðnir um að hafa samband við pípara eða senda ábendingu á veitur@grindavik.is
 
 
 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 4. apríl 2025

Opið til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Aðgengi takmarkað til Grindavíkur

Fréttir / 18. mars 2025

Open house