Pósturinn afhendir nú almenn bréf og pakkasendingar í Póstbox í Grindavík sem staðsett er hjá Nettó við Víkurbraut 60.
Nauðsynlegt er að fylla út skráningarblað sem hægt er að nálgast á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar eða á pdf-formi í hlekk hér fyrir neðan. Miðað er við að einn aðili á hverju heimili sé skráður sem tengiliður fyrir móttöku á almennum bréfasendingum en þó þarf að skrá alla heimilisíbúa sem fá almenn bréf send þangað.
Hægt er að setja skráningarblaðið í póstkassa sem er við hliðina á Póstboxinu á Víkurbraut 60 eða taka mynd af blaðinu útfylltu og senda á postur@postur.is.
Þú finnur skráningarblaðið og nánari upplýsingar á pdf-formi hér: https://posturinn.is/media/tfwb3oia/grindavik_eydublad.pdf