Íbúar Grindavíkur og starfsmenn ţar hafa heimild til ađ fara inn fyrir lokunarpósta

  • Fréttir
  • 2. apríl 2025

Íbúar Grindavíkur og starfsmenn þar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta inn til Grindavíkur um Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg.  Ákveðið með hliðsjón af stöðu jarðhræringa.  

Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Nesvegi. Aðgangur er því takmarkaður inn á hættusvæðið. Grindavíkurvegur er nú opinn inn að Bláa lóni og orkuverinu í Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist nú rétt í þessu hér

Þar kemur einnig fram að viðbragðsaðilar, hópur vísindamanna og einstaklingar á vegum Blaðamannafélags Íslands, með vísan til samkomulags félagsins við lögreglustjórann á Suðurnesjum, sé heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta.  Koma þurfi við í björgunarsveitarhúsinu í Grindavík áður en farið er inn á merkt vinnusvæði.  

Lokunarpóstar ná ekki til orkuversins, Bláa lónsins og Northern Light Inn.  

Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík