Íbúar Grindavíkur og starfsmenn þar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta inn til Grindavíkur um Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Ákveðið með hliðsjón af stöðu jarðhræringa.
Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Nesvegi. Aðgangur er því takmarkaður inn á hættusvæðið. Grindavíkurvegur er nú opinn inn að Bláa lóni og orkuverinu í Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist nú rétt í þessu hér.
Þar kemur einnig fram að viðbragðsaðilar, hópur vísindamanna og einstaklingar á vegum Blaðamannafélags Íslands, með vísan til samkomulags félagsins við lögreglustjórann á Suðurnesjum, sé heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta. Koma þurfi við í björgunarsveitarhúsinu í Grindavík áður en farið er inn á merkt vinnusvæði.
Lokunarpóstar ná ekki til orkuversins, Bláa lónsins og Northern Light Inn.
Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg.