Ánćgđar međ heimsóknina til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 3. apríl 2025

Á fimmtudaginn í síðustu viku komu fulltrúar frá samtökunum Landsbyggðin lifi ásamt þremur aðilum frá sænsku samtökunum Hela Sverige ska leva! 
Samtökin eru landsamtök í Svíþjóð þar sem fjöldi hópa eru meðlimir eins og íþróttafélög, kvenfélög og hin ýmsu hagsmunasamtök. Samtökin vinna að því að þróa og vernda dreifbýli í þeim byggðum sem þau standa. 

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð formlega árið 2001 sem íslenski armur samtakanna Hela Norden Ska Leva (HNSL) og eru því orðin 24 ára gömul. Markmið samtakanna er að mynda sterk heildarsamtök til að vinna að hagsmunum landsbyggðarinnar og tengja saman einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem vilja efla heimabyggð sína bæði efnahagslega sem og menningarlega. Aðilar að samtökunum Landsbyggðin lifi eru því framfarafélög og einstaklingar um land allt.


Mynd frá vinstri Terese  Bengard, framkvæmdastjóri, Stefanía V. Gísladóttir, varaformaður frá Landsbyggðin lifi, Hildur Þórðardóttir, formaður, Sigrid Larsson, verkefnastjóri og Irene Oskarsson, forseti samtakanna.

Irene Oskarsson, forseti samtakanna birti gær meðfylgjandi myndir á sinni Facebook síðu með eftirfarandi texta (þýddum yfir á íslensku)

Lífið er annasamt, hef enn ekki haft tíma til að melta allar þær tilfinningar og hughrif sem Íslandferðin með Hela Sverige ska leva vakti.
Eitt sem situr þó eftir er upplifunin af því að vera á staðnum síðastliðinn fimmtudag og tala bæði við fulltrúa sveitarfélagsins og íbúa Grindavíkur, sem enn búa þar og berjast fyrir samfélagi sínu – þrátt fyrir skjálfta og hraunflæði sem gæti enn ógnað þeim. Það er erfitt að átta sig á því að heilt samfélag, á stærð við Aneby, gæti orðið gjörsamlega yfirgefið og tómt. Náttúruöflin eru ógnarstór.

Að fá tækifæri til að synda í Bláa lóninu á föstudaginn var líka einstök upplifun sem mun lifa lengi í minningunni.
Svo kemur fréttin í gær að nýtt eldgos hafi hafist. Hvernig er að lifa við stöðuga óvissu? Getur maður vanist því? Svo margar hugsanir um hvernig lítil byggð verður fyrir áhrifum og hvernig borgaralegt samfélag og opinberar stofnanir þurfa að finna leiðir til samstarfs – eitthvað sem reyndist ekki alltaf auðvelt, jafnvel í Grindavík.

Myndir af FB síðu Irene:


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík