Á morgun miðvikudaginn 26.03.2025 kl.11:00 er fyrirhugað að prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Þetta er gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar og hann virki sem skildi.
ATH flautur í Grindavík fara tvisvar í gang. Annars vegar með fjarræsingu og svo aftur í handræsingu.
Þeir aðilar sem eru á svæðinu eru hvattir til að taka létta rýmingaræfingu þá út úr húsum að minnsta kosti og fara yfir þær áætlanir sem þurfa reglulega uppfærslur í tengslum við rýmingu út úr Grindavík þar sem nú komumst við nær og nær næsta atburði.
Vettvangsstjórn í Grindavík verður með létta skrifborðsæfingu tengt flautuprófun.