Seinnipartinn á þriðjudaginn mætti Sesselja Guðmundsdóttir, íbúi í Hveragerði sem er ættuð frá Vogum á Vatnsleysuströnd færandi hendi á bæjarskrifstofurnar. Hún kom með vönd af nellikum og óskaði starfsfólki bæjarins til hamingju með heimkomuna aftur á Víkurbraut 62. Hún sendi baráttukveðjur með von um að náttúruhamförum við Grindavík fari senn að ljúka.
Starfsfólk bæjarins var virkilega þakklátt með sendinguna og sagði ómetanlegt að finna slíkan hlýhug í þeim áskorunum sem íbúar og starfsfólk Grindavíkur hefur þurft að takast á við.
Það voru þær Kristín María Birgisdóttir og Elínborg Ingvarsdóttir sem tóku á móti blómunum frá Sesselju Guðmundsdóttur.