Sértćkur húsnćđisstuđningur fellur niđur

  • Fréttir
  • 26. mars 2025

Sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavík mun falla niður frá og með 31. mars næstkomandi og umsóknum um stuðninginn verður lokað frá þeim degi. Síðasta greiðsla fer fram 1. apríl næstkomandi vegna marsmánaðar.

Hver eru næstu skref fyr­ir leigj­end­ur?
Til eru önnur úrræði fyrir leigjendur sem þurfa fjárhagslega aðstoð og eru leigjendur hvattir til að kanna rétt sinn og sækja um viðeigandi stuðning sem fyrst til að tryggja samfellu í greiðslum.

Hús­næð­is­bæt­ur
Leigjendur sem þurfa áframhaldandi stuðning við leigugreiðslur geta sótt um húsnæðisbætur hjá HMS. Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða tekju- og eignaminni leigjendur við leigugreiðslur. Mikilvægt er að sækja um sem fyrst til að tryggja samfellu í greiðslum.

Hér er reiknivél húsnæðisbóta HMS

Sér­stak­ur hús­næð­is­stuðn­ing­ur sveit­ar­fé­laga
Sveitarfélög veita viðbótarstuðning fyrir þá sem þurfa frekari fjárhagslega aðstoð við leigugreiðslur umfram hefðbundnar húsnæðisbætur.

  • Til að kanna hvort þú eigir rétt á þessum stuðningi þarftu að hafa samband við sveitarfélagið þar sem þú er með lögheimili
  • Sveitarfélög veita frekari upplýsingar og taka flest við umsóknum í gegnum vefsíður sínar
     

Nýtt stuðn­ings­úr­ræði fyr­ir tekju- og eigna­minni heim­ili
Unnið er að nýju úrræði fyrir tekju- og eignaminni heimili sem áður þáðu sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík. Gert er ráð fyrir að nánari útfærsla verði kynnt í lok mánaðarins og að þessi stuðningur verði í boði til áramóta.

  • Frekari upplýsingar varðandi þennan stuðning veitir þjónustuteymi Grindavíkur
  • Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa eða senda tölvupóst á radgjof@grn.is eða í síma 545-0200


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík