Stađa og framtíđ Grindavíkur rćdd á kynningarfundi í vikunni

  • Fréttir
  • 23. maí 2025

Fyrsti af þremur opnum kynningarfundum á vegum Grindavíkurnefndar og Grindavíkurbæjar fór fram miðvikudaginn 21. maí. Á fundinum kynnti Björgvin Ingi Ólafsson frá Deloitte niðurstöður skýrslu um stöðu Grindavíkur og sviðsmyndir til ársins 2035, sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið.

Fundurinn var haldinn í Gjánni í Grindavík og jafnframt streymt á netinu. Um 100 manns tóku þátt, annaðhvort á staðnum eða í gegnum streymi. Fundargestir skiptust á skoðunum í líflegum umræðum. Spurningar og athugasemdir beindust meðal annars að þeim forsendum sem liggja að baki sviðsmyndagreiningunni.

Björgvin Ingi fór yfir og skýrði aðferðafræðina sem beitt var til að kortleggja mögulegar framtíðarsviðsmyndir. Þar kom fram að í vinnunni var notast við gervigreindardrifið greiningarlíkan, sem vakti einnig umræðu meðal fundargesta.

Formaður Grindavíkurnefndar Árni Þór Sigurðsson lagði í ávarpi sínu áherslu á mikilvægi góðrar upplýsingagjafar og samráðs við Grindvíkinga og aðra hagaðila. Í framhaldinu mun nefndin skoða næstu skref í áframhaldandi samtali við samfélagið.

Upptaka frá fundinum er aðgengileg hér.

Næstu fundir í Gjánni kl. 16:00–18:30:

  • Þriðjudagur 27. maí: Jarðkönnunarverkefnið og sprunguviðgerðir
  • Miðvikudagur 4. júní: Staða jarðhræringa í og við Grindavík


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. júní 2025

Sundlaug og íţróttaskóli 17. júní

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 30. maí 2025

Listaverkagjöf til Grindavíkurbćjar

Fréttir / 30. maí 2025

Ađalsafnađarfundur 2025

Fréttir / 28. maí 2025

Allir vegir liggja enn til Grindavíkur

Fréttir / 26. maí 2025

Menningarmorgunn í Kvikunni

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG