Á morgun, 1. maí, verða veittar viðurkenningar til þess íþróttafólks sem skraði fram úr á árinu 2024. Viðurkenningarnar verða afhentar í "nýja" íþróttasalnum kl. 14:00. Öllum íbúum Grindavíkur er boðið að vera viðstödd þegar kjörinu er lýst. Að því loknu býður UMFG öllum Grindvíkingum að þiggja kaffiveitingar í Gjánni. Húsið verður opið til kl. 17:00. Börnum og fullorðnum stendur jafnframt til boða að skjóta á körfur í salnum og/eða skella sér í sund.
Fimm íþróttakonur og fimm íþróttakarlar hafa verið tilnefnd sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2024. Þá verður útnefndur þjálfari Grindavíkur og íþróttalið Grindavíkur. Allar deildir UMFG sem og íþróttafélög með samstarfssamning við Grindavíkurbæ áttu kost á því að tilnefna íþróttafólk, lið og þjálfara úr sínum röðum. Lesa má um þau sem tilnefnd voru hér að neðan.
Valnefnd samanstóð af þessu sinni af tveimur fulltrúum frá Grindavíkurbæ og tveimur úr aðalstjórn UMFG.
Tilnefningarnar eru í stafrófsröð:
Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur
Hulda Björk er körfuknattleikskona Grindavíkur 2024. Hulda Björk er fyrirmynd fyrir aðrar íþróttakonur. Hún er baráttujaxl og stefnir alltaf á toppinn. Hún er fyrirliði UMFG sem lék til undanúrslita um íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.
Patricia Ladina Hobi, hestaíþróttir
Patricia er kvenknapi Grindavíkur 2024. Hún tók þátt í Áhugmannadeildinni síðasta vetur með liði Mustad Autoline og stóð sig vel. Þá tók hún einnig þátt í innanfélagsmótum hjá Mána í Reykjanesbæ, þar sem hún var með aðstöðu.
Steinunn Dagný Ingvarsdóttir, pílukast
Steinunn Dagný er pílukona Grindavíkur 2024. Á árinu 2024 keppti hún með íslenska landsliðinu á Norðurlanda- og Evrópumeistaramótum þar sem kvennaliðið náði sínum besta árangri í áratugi. Steinunn varð Íslandsmeistari með Pílufélagi Grindavíkur og varð íslandsmeistari í tvímenningi. Hún vann til fjölda verðlauna á öðrum mótum og var önnur stigahæsta konan á stigalista ÍPS 2024.
Svanhvít Helga Hammer, golf
Svanhvít Helga er kvenkylfingur Grindavíkur 2024. Hún er fyrirmynd fyrir aðra kylfinga, er lykilmanneskja í starfi Golfklúbbs Grindavíkur og varð klúbbmeistari á árinu 2024.
Una Rós Unnarsdóttir, knattspyrna
Una Rós er knattspyrnukona Grindavíkur 2024. Hún leiddi lið Grindavíkur í Lengjudeild kvenna sem fyrirliði. Hún lék alla leiki liðsins í sumar og skoraði eitt mark. Una Rós náði einnig því afreki að leika 99% af mínútufjölda liðsins í deildinni sem undirstrikar mikilvægi hennar í liðinu.
Alexander Veigar Þorvaldsson, pílukast
Alexander Veigar er pílukarl Grindavíkur 2024. Hann hefur átti glæsilegt keppnisár, bæði innanlands og erlendis, og var meðal annars hluti af íslenska landsliðinu sem náði sínum besta árangri í áratugi. Alexander var stigahæsti karlinn á stigalista ÍPS 2024 og Íslandsmeistari með Pílufélagi Grindavíkur.
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, knattspyrna
Dagur Ingi er knattspyrnukarl Grindavíkur 2024. Hann átti mjög gott tímabil með Grindavík í Lengjudeild karla, skoraði 10 mörk í deildinni og varð markahæsti leikmaður liðsins. Dagur var lykilmaður í liði Grindavíkur sem hafnaði í 9. sæti í deildinni.
Helgi Dan Steinsson, golf
Helgi er karlkylfingur Grindavíkur 2024. Helgi var klúbbmeistari Golfklúbbs Grindavíkur árið 2024 sem hann vann með þó nokkrum yfirburðum eins og svo oft áður.
Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
Ólafur er körfuknattleikskarl Grindavíkur 2024. Hann er baráttujaxl sem gefst sjaldan upp. Hann hefur alla tíð sýnt Grindavík mikinn trúnað og er í dag fyrirliði meistaraflokks karla í körfuknattleik sem lék til úrslita á síðasta ári um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.
Páll Jóhann Pálsson, hestaíþróttir
Páll Jóhann er karlknapi Grindavíkur 2024. Hann var í liði Mustad Autoline sem tók þátt í Áhugamannadeildinni síðasta vetur og stóð sig með prýði. Hann keppti á nokkrum félagsmótum hjá Sörla í Hafnafirði, þar sem hann var með aðstöðu.
A lið Pílufélags Grindavíkur
Lið Pílufélags Grindavíkur varð íslandsmeistari félagsliða 2024. Liðið sigraði nánast allt sem hægt var á árinu, m.a. einmenning karla, einmenning kvenna, tvímenning karla og tvímenning kvenna, liðamót karla og liðamót kvenna. Þess má til gamans geta að karlarnir enduðu með 240 stig sem hlýtur að vera táknrænt.
Meistaraflokkur karla í körfuknattleik
Fá íslensk íþróttalið hafa fengið meiri athygli á síðustu árum en meistaraflokkur karla í körfuknattleik. Liðið komst á árinu 2024 í úrslit um íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Val.
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu
Meistaraflokkur kvenna lék í næst efstu deild á árinu 2024 og endaði í 8. sæti. Að uppistöðu til var liðið skipað uppöldum leikmönnum. Þrátt fyrir að allur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið hafi verið litað áhrifum af jarðhræringum í heimabyggð þá héldu þær hópinn og stóðu sig vel.
Jóhann Þór Ólafsson, körfuknattleikur
Jóhann Þór er körfuknattleiksþjálfari Grindavíkur 2024. Jóhann Þór tók aftur við þjálfun liðsins árið 2022, eftir að hafa áður stýrt liðinu frá 2015 til 2019. Undir stjórn Jóhanns Þórs hefur Grindavík sýnt stöðugan árangur og baráttuanda.
Pétur Rúðrik Guðmundsson, pílukast
Pétur Rúðrik er píluþjálafari Grindavíkur 2024. Pétur er landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti og hefur verið virkur þátttakandi í þróun pílukasts á Íslandi og hefur lagt sitt af mörkum til að efla íþróttina bæði innan félagsins og á landsvísu.
1988 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1989 Sigurður H Bergmann, júdó
1990 Sigurður H Bergmann, júdó
1991 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1992 Sigurður H Bergmann, júdó
1993 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1994 Sigurður H Bergmann, júdó
1995 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1996 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1997 Milan Stefán Jankovic, knattspyrna
1998 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1999 Grétar Ó Hjartarson, knattspyrna
2000 Ólafur Örn Bjarnason, knattspyrna
2001 Guðlaugur Eyjólfsson, körfuknattleikur
2002 Sinisa Kekic, knattspyrna
2003 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2004 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2005 Paul MacShane, knattspyrna
2006 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2007 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2008 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2009 Þorleifur Ólafsson, körfuknattleikur
2010 Jósef Kristinn Jósefsson, knattspyrna
2011 Óskar Pétursson, knattspyrna
2012 Björn Lúkas Haraldsson, taekwondó
2013 Jóhann Árni Ólafsson, körfuknattleikur
2014 Daníel Leó Grétarsson, knattspyrna
2015 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2016 Alexander Veigar Þórarinsson, knattspyrna
2017 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2018 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2019 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2020 Matthías Örn Friðriksson, pílukast
2021 Matthías Örn Friðriksson, pílukast
2022 Matthías Örn Friðriksson, pílukast
2023 Alexander Veigar Þórarinsson, pílukast
2024 ???
2008 Jovana Stefánsdóttir, körfuknattleikur
2009 Elínborg Ingvarsdóttir, knattspyrna
2010 Helga Hallgrímsdóttir, körfuknattleikur
2011 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, körfuknattleikur/knattspyrna
2012 Christine Buchholz, hlaupakona
2013 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2014 Guðrún Bentína Frímannsdóttir, knattspyrna
2015 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2016 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2017 Dröfn Einarsdóttir, knattspyrna
2018 Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur
2019 Hrund Skúladóttir, körfuknattleikur
2020 Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir
2021 Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikur
2022 Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur
2023 Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur
2024 ???
2020 Mfl. kvenna í knattspyrnu, knattspyrna
2021 A lið Pílufélags Grindavíkur, pílukast
2022 A lið Pílufélags Grindavíkur, pílukast
2023 Karlalið Pílufélags Grindavíkur, pílukast
2024 ???
2020 Nihad Cober og Anton Ingi Rúnarsson, knattspyrna
2021 Ólöf Helga Pálsdóttir, körfuknattleikur
2022 Nökkvi Már Jónsson, körfuknattleikur
2023 Danielle Rodriguez, körfuknattleikur
2024 ???