Hjónin Hulda og Tómas á stefnumóti í Grindavíkurhöfn

  • Fréttir
  • 29. apríl 2025

Togararnir Hulda Björnsdóttir GK 11 og Tómas Þorvaldsson GK 12 komu til löndunar í Grindavíkurhöfn í morgunsárið. Skipin bera nöfn hjónanna Huldu og Tómasar, sem voru meðal stofnenda útgerðarfélagsins Þorbjarnar hf., og má því segja að þau hjónin eigi nú táknrænt stefnumót í heimahöfn sinni.

Í dag eru skipin í eigu afkomenda barna og barnabarna Huldu og Tómasar. Hulda Björnsdóttir er gerð út af félaginu Ganti ehf., á meðan Tómas Þorvaldsson tilheyrir Útgerðarfélagi Grindavíkur.

Tómas Þorvaldsson landar í dag og á morgun rúmlega 400 tonnum af frystum afurðum, en Hulda Björnsdóttir kom með um 120 tonn af ferskum fiski.

Þess má einnig geta að togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 er væntanlegur til Grindavíkur 5. maí, en hann er í eigu Blika Seafood ehf.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. júní 2025

Sundlaug og íţróttaskóli 17. júní

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 30. maí 2025

Listaverkagjöf til Grindavíkurbćjar

Fréttir / 30. maí 2025

Ađalsafnađarfundur 2025

Fréttir / 28. maí 2025

Allir vegir liggja enn til Grindavíkur

Fréttir / 26. maí 2025

Menningarmorgunn í Kvikunni

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG