Rauði krossinn í samstarfi við Grindavíkurbæ með styrk frá Ríó Tinto býður unglingum úr Grindavík á námskeið hjá Dale Carnegie annað árið í röð og eru námskeiðin þeim að kostnaðarlausu. Börn sem ekki fóru á námskeið árið 2024 eru í forgangi en reynt verður að finna pláss fyrir alla sem vilja. Uer að ræða staðbundin námskeið sem fara fram í Ármúla 11 í Reykjavík.
Þetta er gefandi og skemmtilegt námskeið sem ýtir undir frumkvæði og eflir sjálfstraust. Að hafa jákvæða sjálfsmynd og trú á sjálfan sig hefur sjaldan verið jafn mikilvægara. Á þessu námskeiði lærum við að þekkja okkur sjálf betur, setja okkur markmið og þjálfum færni sem gerir okkur kleift að ná þeim.
Skráning á námskeiðin eru á dale.is undir flipanum Námskeið. Upplýsingar í síma 555 7080 eða hér.