Vefstefna

  • 1. október 2019

Vefsíða Grindavíkurbæjar
www.grindavik.is
heimasidan@grindavik.is


Ritstjóri: Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi, kristinmaria@grindavik.is
Kerfisstjóri: Sigurpáll Jóhannsson, palli@sigurpall.com

Gildi: Jafnræði - Jákvæðni - Þekking - Framsækni - Traust.
Hlutverk: Upplýsingatorg um innri og ytri starfsemi Grindavíkurbæjar.
Framtíðarsýn: Ein af 3 bestu heimasíðum bæjarfélaga 2017.

Uppbygging:

Núverandi vefsíða var tekin í gagnið í mars 2009. Stefnan er að sameina allar heimasíður stofnana Grindavíkurbæjar inn í sama vefumsjónarkerfi.

  • Slíkt sparar hýsinga- og lénakostnað. Aðeins greitt fyrir eitt lén. Öll hýsing er komin til netþjóns bæjarins sem sparar miklar fjárhæðir.
  • Einn yfirritstjóri/ábyrgðarmaður. Samvinna við umsjónarmenn/fréttastjóra á síðum fyrir einstaka stofnanir. Sameiginlega skipa þeir ritstjórn grindavik.is. 
  • Ritstjóri ritstýrir og heldur utan um kjarnasíðuna, grindavik.is
  • Fréttastjórar skrifa og halda utan um síður sinna stofnana.
  • Hægt er að birta allar fréttir á kjarnasíðunni; grindavik.is, sem ýtir undir flettingar á síðum einstakra stofnana. Þetta styrkir allar síðurnar. 
  • Stuðlar að faglegri vinnubrögðum.


Ritstjóri: Upplýsinga- og skjalafulltrúi. 

  • Bera ábyrgð á aðalsíðu/kjarnasíðu (grindavik.is) og öllum undirsíðum, þar með töldum síðum einstakra stofnana. Ritstýra aðalsíðu.
  • Aðstoða fréttastjóra undirsíðna við gera þá sjálfstæða í að setja inn fréttir inn á sínar undirsíður.
  • Leiðrétta villur og málfar í öllum fréttum eftir því sem við á.
  • Tengja fréttir frá undirstofnunum inn á aðalsíðu ef þær eiga þar heima.
  • Setja inn efni og gögn/viðhengi á undirsíður ef beðið er um slíkt.
  • Setja inn fréttir/aðsent efni sem berast inn á undirsíður ef þær tengjast viðkomandi stofnun. Bera slíkar greinar undir fréttastjóra/forstöðumann viðkomandi stofnunar ef við á.

Halda utan um hönnun og útlit á heimasíðunni.

Fréttastjórar: Fulltrúar þeirra stofnana sem eru með undirsíður: Grunnskólinn við Ásabraut, Hópsskóli, leikskólinn Laut, bókasafnið og tónlistarskóli.

Ritstýra fréttaskrifum á síður sinnar stofnunar í samvinnu við sína yfirmenn.
Setja inn efni og gögn/viðhengi á efnissíður eins og þeir treysta sér til.

Kerfisstjóri:

Tæknileg hlið vefumsjónarkerfisins í samvinnu við ritstjóra.
Tæknileg aðstoð við fréttastjóra.

Markmið: Aðlaðandi andlit Grindavíkurbæjar og stofnana hans.

  • Upplýsingatorg bæjarbúa.
  • 4-6 nýjar fréttir 5 daga vikunnar. A.mk. 100 fréttir á mánuði.
  • Uppfæra reglulega.
  • Sinna innsendum tilkynningum.
  • Aðgengilegt viðmót.
  • Í sífelldri þróun og endurskoðun.
  • Vefhandbókin á UT-vefnum er höfð til hliðsjónar við uppbyggingu vefsins


Ritstjórnarstefna:

  • Við skrifum jákvæðar fréttir um stofnanir Grindavíkurbæjar sem eiga erindi við bæjarbúa. Við birtum einnig jákvæðar fréttir úr bæjarlífinu í Grindavík sem eiga erindi við almenning.
  • Við upplýsum um starfsemi bæjarins.
  • Við skrif á heimasíðu bæjarins skulu gildin höfði að leiðarljósi: Jafnfræði - Jákvæðni - Þekking - Framsækni - Traust.
  • Við skrif á fréttum og birtingu mynda vandar blaðamaður upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í öllum skrifum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.
  • Ritstjóri og fréttastjórar hittast tvisvar á ári, í ágúst og janúar, til þess að fara yfir ritstjórnarstefnuna og skipuleggja starf vetrarins.
  • Á grindavík.is eru ekki birtar aðsendar pólitískar greinar, kjallaragreinar og ályktanir.

Áfangar:

1. Ný www.grindavik.is opnuð í mars 2009.
2. Bókasafn, tónlistarskóli og Þruma 2009.
3. www.visitgrindavik.is opnuð í júní 2010.
4. Hópsskólasíða opnuð janúar 2010.
5. Farsímaútgáfa í júní 2011.
6. Sameiginleg grunnskólasíða með tengingu við Mentor opnuð í september 2011
7. Síður fyrir félagasamtök - Rauði krossinn, Foreldrafélag GG o.fl. jafnt og þétt.
8. Uppfærsla á vefumsjónarkerfi og útliti haustið 2011.
9. www.grindavik.is/kvikan opnuð í júní 2012. Uppfærð 2013.
10. Menningarvika 2013 - atburðir og „mín dagskrá" (APP)
11. Sjóarinn síkáti 2013 - atburðir og „mín dagskrá" (APP)
12. Uppfærsla á vefumsjónarkerfi og útliti haustið 213.
13. Leikskólinn Laut haustið 2013.
14. Innri vefsíða haustið 2013 (facebook).
15. Facebook síða bæjarins færð úr "vinasíðu" yfir í hefðbunda "Like" síðu með rúmlega 2.000 fylgjendur (2014)
16. 4.000 fylgjenda múrinn rofinn á Facebook (2016)
17. Ný vefsíða tekin í notkun (febrúar 2018). Um leið var Laut færð yfir á grindavik.is/laut

 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR SÍÐUR