Bókasafniđ

  • Frístunda og menningarmál
  • 14. febrúar 2018

Samstarf við bókasöfnin í Garði, Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum

Bókasafn Reykjanesbæjar, Lestrarfélagið Baldur í Vogum og Bókasafn Grindavíkur gerðu með sér samstarfs-samning 1. maí 2007. Bókasafnið í Sandgerði kom inn í samninginn 1. maí 2008 og Bókasafnið í Garði bættist svo í hópinn í ágúst 2011.
Með því að greiða árgjald í einu safnanna mun sama skírteinið gilda í öllum fimm. Lánþegar geta skilað og gert upp á einu þessara fimm safna, óháð hvaðan bækurnar og skuldin eru. Vonast er til að þetta verði notað til að stækka þann safnkost sem Reyknesingar hafa aðgang að, en nýta að öllu jafna safnkost síns heimasafns þegar hann er fyrir hendi. Mismunandi reglur um útlán og sektir eru hjá hverju safni og lánþegi þarf að kynna sér þær ef hann hefur hug á að nýta sér þetta. 

Safnkostur
Safnkostur er skráður í landskerfi bókasafna - Gegni og er aðgengilegur á www.leitir.is  

Lánstími bóka er 30 dagar, en nýjar bækur eru lánaðar til skemmri tíma fyrstu vikurnar (10 daga).
Sekt fyrir hvern dag umfram leigutíma er 40 kr. - á hverja bók.

Framlengja má lánstíma bóka með því að fara inn á eigið svæði á leitir.is og endurnýja sjálfur, hringja á bókasafnið eða senda tölvupóst á bokasafn@grindavik.is en aðeins ef pöntun á þeim liggur ekki fyrir.
Aðgangsorð að Gegni fæst á bókasafninu.

Ný tímarit fást ekki lánuð út af safninu, en þau eldri eru lánuð í allt að tvær vikur.

Hljóðbækur - bókasafnið á lítið safn hljóðbóka. Hljóðbókasafn Íslands sér blindum, sjónskertum, lesblindum og einstaklingum með ADHD/ADD fyrir hljóðbókum, en þær eru mest á MP3 diskum.

Ársskírteini er á kr. 1840.- þeir greiða sem eru á aldrinum 18-67 ára. Öryrkjar fá frítt skírteini.

Almenningstölva - Aðgangur ókeypis.

Hvað er ég með í útláni?
Eftir að hafa fengið lykilorð frá Bókasafninu er hægt að skrá sig inn á „Mínar síður" á Gegni.
Farið á www.leitir.is
Við innskráningu kemur nafn viðkomandi efst til hægri á skjánum. Smella þá á Mínar síður og þá er hægt að skoða stöðuna og endurnýja og fl. 

Á „Mínum síðum" geta viðskiptavinir:

  • Séð hvað þeir eru með í láni
  • Endurnýjað lán ef enginn biðlisti er á gögnunum
  • Til að framlengja láni á myndböndum eða öðrum gjaldskyldum gögnum þarf að hringja í Bókasafnið
  • Sett sig á biðlista eftir gögnum sem eru í útláni. Leitið fyrst að bókinni, finnið eintakið og smellið á frátekt
  • Skoðað frátektirnar sínar og séð hvar í röðinni þeir eru
  • Skoðað fyrri útlán sín (aðeins 100 síðustu útlán sjást)

Við mælum með að lykilorði sé breytt eftir fyrstu innskráningu.

Eftir sem áður er viðskiptavinum velkomið að hringja í Bókasafnið og spyrjast fyrir um stöðu sína eða fá lán framlengt. Síminn er 420 1140

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR