Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 18. desember 2024

Í janúar mun þjónustuteymi Grindavíkinga, í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi, bjóða upp á foreldranámskeið frá Litlu Kvíðameðferðarstöðini  fyrir grindvíska foreldra.  Námskeiðið stendur í þrjár vikur, einn seinnipart í viku. Markmið námskeiðsins er að veita foreldrum fræðslu um eðlilegar breytingar á líðan, hegðun og tilfinningum í kjölfar náttúruhamfara. Einnig verður áhersla á breytingar á líðan barna og þeirra hegðun ásamt því að fjalla um mikilvægi rútínu fjölskyldunnar. Foreldrum gefst kostur á að hitta aðra foreldra í svipaðri stöðu og fá fræðslu og ráðleggingar frá leiðbeinendum.

Námskeið í Reykjanesbæ verður haldið í húsi Rauða Krossins á Íslandi, Smiðjuvöllum 8 frá klukkan 17:00 – 18:30 á eftirfarandi dagsetningum; 21. janúar 28. janúar og 4. febrúar.

Námskeið í Reykjavík verður haldið á Litlu Kvíðameðferðastöðinni að Síðumúla 15 frá klukkan 15:00 – 16:30 á eftirfarandi dagsetningum; 13. janúar, 20. janúar, og 27, janúar

Námskeið verður einnig í boði í gegnum fjarfundabúnað og verður haldið frá klukkan 15:00 – 16:30 á eftirfarandi dagsetningum;  febrúar, 10. febrúar og 17. febrúar.

Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu og skráning fer fram hjá Þjónustuteymi Grindvíkinga í síma 545-0200 eða netfangi radgjof@grn.is


Deildu ţessari frétt