Íţróttahópar fá endurgjaldslausan ađgang ađ íţróttasal og sundlaug í sumar

  • Fréttir
  • 23. maí 2025

Grindavíkurbær býður íþróttahópum endurgjaldslausan aðgang að íþróttasal og sundlaug bæjarins í sumar. Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir hópa til að brjóta upp hversdaginn og skella sér í ferð til Grindavíkur þar sem bæði aðstaða og aðbúnaður eru til fyrirmyndar.

Sundlaugin hefur verið opin í vetur og íþróttasalurinn opnaði aftur í lok apríl. Mannvirkin hafa verið metin örugg af viðeigandi stjórnvöldum, og eru því tilbúin að taka á móti gestum af fullum krafti.

Hægt er að hafa samband við Jóhann Árna Ólafsson, forstöðumann íþróttamannvirkja, í gegnum netfangið joi@grindavik.is til að bóka eða fá frekari upplýsingar. 

Gerðu meira úr heimsókn til Grindavíkur í sumar!

Við bendum einnig á að í Grindavík er að finna fjölbreytta þjónustu fyrir hópa, hvort sem um ræðir mat, afþreyingu eða gistingu. Það er því um að gera að gera sér glaðan dag í Grindavík!

Nánari upplýsingar um afþreyingu og þjónustu má finna á visitgrindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. júní 2025

Sundlaug og íţróttaskóli 17. júní

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 30. maí 2025

Listaverkagjöf til Grindavíkurbćjar

Fréttir / 30. maí 2025

Ađalsafnađarfundur 2025

Fréttir / 28. maí 2025

Allir vegir liggja enn til Grindavíkur

Fréttir / 26. maí 2025

Menningarmorgunn í Kvikunni

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG