Ný frárennslisdćlustöđ komin viđ höfnina

  • Fréttir
  • 27. mars 2025

Í gær var nýrri frárennslisdælustöð komið fyrir á höfninni. Undirbúningsvinna hefur verið í gangi undanfarnar vikur en áform um smíði dælustöðvarinnar voru komin í ferli áður en náttúruhamfarir riðu yfir bæinn 10. nóvember 2023. 

Dælustöðin er hluti af nýju fráveitukerfi sem á að snúa rás dælingarinnar við, í stað þess að fráveitan renni vestur neðan við Hópsnes, mun hún snúa allri dælingu austur fyrir Þórkötlustaðanes, sem felur í sér töluvert minni mengun. 

Þrjá krana þurfti til verksins en dælustöðin vegur u.þ.b. 150 tonn. 

Meðfylgjandi myndir tók Jón Steinar Sæmundsson og birti á Facebook síðu sinni ásamt meðfylgjandi texta: 

Uppbygging innviða í Grindavík.
Það er ekki eingöngu í gangi niðurrif á skemmdum húsum í Grindavík heldur er einnig uppbygging að eiga sér stað.
Í dag var ný frárennslisdælustöð sem hefur verið í smíðum að undanförnu hífð á sinn stað. 
Smíði stöðvarinnar var áformuð og hafin áður en hörmungarnar riðu yfir bæinn. Framkvæmdin hefur af þeim sökum tafist en ekki stöðvast enda engin ástæða að leggja árar í bát þó það sé ágjöf.

Þetta var töluverð aðgerð að hífa húsið enda vóg það ein 150 tonn og til verksins voru fengnir þrír öflugir kranar sem fóru létt með þetta.
Stílað var inn á að vinna verkið á flóði svo holan væri full af sjó þannig að þegar kranarnir teygðu sig yfir vatnið með húsið og slökuðu því niður tæki vatnið við og létti á þunganum.

Það var aðdáunarvert að sjá samhæfingu kranamannanna og rann þetta ljúft hjá þeim.

Í ljósi frétta síðustu daga er rétt að komi fram að það er Grindavíkurbær sem dregur vagninn í þessum framkvæmdum en ekki ríkið og mætti það nú alveg horfa til bæjarins, jafnvel taka til eftirbreytni og spenna einhverja af sínum klárum fyrir uppbyggingarvagninn og gefa þeim gott drag í rassgatið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík