Bćjarstjórn Grindavíkur vill framkvćmdir, virka ţátttöku Grindvíkinga og býđur ríkisstjórn til samtals

  • Fréttir
  • 28. mars 2025

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur sent forsætisráðuneytinu formlega umsögn um skýrslu Deloitte um greiningu á stöðu Grindavíkur og sviðsmyndum um hvernig Grindavík og samfélag Grindvíkinga gæti orðið 2035.

Umsögnin er ítarleg og byggir á þeirri sýn að Grindavík sé ekki aðeins tæknilegt verkefni heldur lifandi samfélag. Þar kemur skýrt fram að bæjarstjórn vill sjá markvissa og fjármagnaða endurreisn, en einnig tryggja að samfélagslegir þættir, eins og íbúalýðræði og félagsleg seigla, fái vægi í stefnumótun.

Helstu áherslur í umsögninni:

Halda þarf áfram brýnum framkvæmdum

Seinkun á sprunguviðgerðum og öðrum brýnum framkvæmdum getur haft alvarleg samfélagsleg og fjárhagsleg áhrif. Bæjarstjórn leggur áherslu á að nýta vorið og sumarið í framkvæmdir.

Vinna þarf að endurreisn með skýrum áætlunum

Bæjarstjórn lýsir stuðningi við þá sviðsmynd þar sem unnið er að endurreisn Grindavíkur með skýrum áætlunum.

Samfélagið í forgrunni

Grindavík er samfélag fólks með sterka tengingu við staðinn. Íbúar vilja snúa aftur, sérstaklega ungt fólk, og því þarf að skapa skilyrði fyrir raunverulegri uppbyggingu.

Íbúar þurfa rödd í ákvörðunum

Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á þátttökulýðræði í mótun framtíðar. Ekki má taka ákvarðanir um framtíð Grindavíkur án þess að Grindvíkingar fái rödd og áhrif.

Félagsleg seigla íbúa er vanmetin auðlind

Grindvíkingar hafa sýnt mikla aðlögunarhæfni, úthald og samstöðu. Þessi félagslegi styrkur er grundvöllur að endurreisn og ætti að fá aukið vægi í opinberri stefnumótun.

Fullyrðingum um órekstrarhæfi sveitarfélagsins er mótmælt

Bæjarstjórn gagnrýnir umfjöllun í skýrslunni um rekstrarhæfi sveitarfélagsins. Sá þáttur skýrslunnar ber vott um skort á samráði.

Bæjarstjórn býður ríkisstjórn til Grindavíkur

Í umsögninni kemur fram að bæjarstjórn vill taka samtalið beint við ríkisstjórn og býður ráðherra velkomna til Grindavíkur til að fá kynningu á stöðu mála og ræða næstu skref í sameiginlegri uppbyggingu. Jafnframt er lýst vilja til þess að samkomulag verði gert um nauðsynlegar viðgerðir í bænum, í góðu samstarfi ríkisins og Grindavíkurbæjar.

Umsögn bæjarstjórnar má lesa hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík