Íţróttafólk Grindavíkur 2023 verđlaunađ

  • Félagslíf og viđburđir
  • 15. febrúar 2024

Körfuknattleikskonan Hulda Björk Ólafsdóttir og pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson voru um helgina útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Grindavíkur 2023. Karlalið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt íþróttalið Grindavíkur 2023 og körfuknattleiksþjálfarinn Danielle Rodriguez þjálfari Grindavíkur 2023. 

Hulda Björk Ólafsdóttir, íþróttakona Grindavíkur
Hulda er fyrirliði meistaraflokks kvenna. Hún er ótrúlega traust og trygg sínu liði, er mikill liðsmaður og mikil fyrirmynd fyrir bæði körfuknattleiksdeildina sem og UMFG í heild sinni. Hulda vill alltaf gera betur og leggur sig alltaf fram í að verða betri og tók hún þá ákvöun að gefa ekki kost á sér í landsliðið til að hún gæti gefið allt sitt til liðsins.

Alexander Veigar Þorvaldsson, íþróttakarl Grindavíkur
Alexander er einn af fremstu pílukösturum landsins þrátt fyrir ungan aldur og varð m.a. íslandsmeistari í krikket á árinu lenti í 2. sæti í 301. Hann var jafnframt íslandsmeistari með Pílufélagi Grindavíkur í keppni félagsliða og íslandsmeistari í U23 ára. Þá sigraði hann Reykjavík International Games og Akureyri Open. Alexander er í landsliði Íslands í pílukasti og keppti á Evrópumeistaramótinu á síðasta ári með fínum árangri.

Karlalið Pílufélags Grindavíkur, íþróttalið Grindavíkur
Liðið varð íslandsmeistari 3 árið í röð á síðasta ári með nokkrum yfirburðum. Liðið skipa fremstu pílukastarar landsins sem hafa átt góðum árangri að fagna á mótum innanlands og eiga stóran hlut í vaxandi vinsælda pílukasts í Grindavík og á landinu öllu.

Pílumót var í gangi á sama tíma og verðlaunaafhending og komu þessar stúlkur upp fyrir hönd feðra og bræðra, frá vinstri dóttir Mortens, Lauga Szmiedowcz, dóttir Péturs Rúðriks, Regína Sól og systir Alexanders Veigars, Thelma. 

Danielle Rodriguez, íþróttaþjálfari Grindavíkur
Danielle hefur þjálfað yngri flokka í Grindavík og er aðalþjálfari U16 ára landsliðs stúlkna. Hún er dugleg að bjóða upp á aukaæfingar sem skilar sér í miklum framförum þeirra flokka sem hún þjálfar. Mjög mikil ánægja er með störf hennar af iðkendum, yfirþjálfurum og unglingaráði.

 

ÍÞRÓTTAFÓLK GRINDAVÍKUR - TILNEFNINGAR
Fimm íþróttakarlar og fimm íþróttakonur voru tilnefnd sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2022. Þá voru fjórir þjálfarar og tvö lið tilnefnd sem þjálfari og lið Grindavíkur.
 

ÍÞRÓTTAKONA GRINDAVÍKUR – TILNEFNINGAR

Árdís Guðjónsdóttir, pílukast
Árdís er pílukona Grindavíkur 2023. Árdís er á meðal fremstu pílukvenna á Íslandi og lendir oftar en ekki í verðlaunasætum á þeim mótum sem hún tekur þátt í.

Ása Björg Einarsdóttir, knattspyrna
Ása Björg er knattspyrnukona Grindavíkur 2023. Ása var kosin besti leikmaður meistaraflokks kvenna á lokahófi deildarinnar síðasta haust af leikmönnum, þjálfurum og stjórnarfólki. Hún lék alla leiki síðasta sumars og skoraði í þeim 6 mörk.

Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur
Hulda Björk er körfuknattleikskona Grindavíkur 2023. Hulda er fyrirliði meistaraflokks kvenna. Hún er ótrúlega traust og trygg sínu liði, er mikill liðsmaður og mikil fyrirmynd fyrir bæði körfuknattleiksdeildina sem og UMFG í heild sinni. Hulda vill alltaf gera betur og leggur sig alltaf fram í að verða betri og tók hún þá ákvöun að gefa ekki kost á sér í landsliðið til að hún gæti gefið allt sitt til liðsins.

Patricia Ladina Hobi, hestaíþróttir
Patricia er kvenknapi Grindavíkur 2023. Patrica keppti á fjölmörgum mótum á árinu og hafði góðan árangur í þeim greinum sem hún keppti í. Hún er mjög fjölhæfur knapi og er í áhugamannadeild Spretts. Hún er metnaðarfull með þau verkefni sem hún tekur að sér og er ánægjuleg manneskja til að vera í kringum. Hún er sannkölluð fyrirmynd í sinni íþrótt.

Þuríður Halldórsdóttir, golf
Þuríður er kvenkylfingur Grindavíkur 2023. Þuríður var klúbbmeistari GG árið 2023 þar sem hún lék frábært golf alla daga mótsins og vann nokkuð örugglega. Forgjöf Þuríðar hefur farið vel niður á við frá því í fyrra eða úr 17,4 í 13,2 sem er frábær árangur. Þuríður hefur verið iðinn að taka þátt í öðrum mótum innan GG og hefur staðið sig með prýði.

Klara Halldórsdóttir tók við viðurkenningu fyrir systur sína Þuríði. 

ÍÞRÓTTAKARL GRINDAVÍKUR - TILNEFNINGAR

Alexander Veigar Þorvaldsson, pílukast
Alexander er pílukarl Grindavíkur 2023. Alexander er einn af fremstu pílukösturum landsins þrátt fyrir ungan aldur og varð m.a. íslandsmeistari í krikket á árinu lenti í 2. sæti í 301. Hann var jafnframt íslandsmeistari með Pílufélagi Grindavíkur í keppni félagsliða og íslandsmeistari í U23 ára. Þá sigraði hann Reykjavík International Games og Akureyri Open. Alexander er í landsliði Íslands í pílukasti og keppti á Evrópumeistaramótinu á síðasta ári með fínum árangri.

Helgi Dan Steinsson, golf
Helgi er karlkylfingur Grindavíkur 2023. Helgi var klúbbmeistari Golfklúbbs Grindavíkur árið 2023 sem hann vann með þó nokkrum yfirburðum eins og svo oft áður. Helgi tók einnig þátt í þó nokkrum innanfélagsmótum sem og öðrum mótum utan Grindavíkur og endaði oftar en ekki sem sigurvegari án forgjafar.

Marco Vardic, knattspyrna
Marko er knattspyrnukarl Grindavíkur 2023. Marco var kjörinn besti leikmaður meistaraflokks karla á lokahófi deildarinnar síðasta haust af leikmönnum, þjálfurum og stjórnarfólki. Hann var einn af bestu leikmönnum lengjudeildarinnar í fyrra enda ósérhlífinn og duglegur leikmaður.

Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
Ólafur er körfuknattleikskarl Grindavikur 2023. Ólafur hefur sýnt það að hann er verðugur fyrirliði karlaliðsins. Hann ber liðið á herðum sér og stígur upp þega félagar hans þurfa á honum að halda. Hann er félagi sínu og klúbb til sóma. Ólafur lék jafnframt með landsliði Íslands á árinu.

Páll Jóhann Pálsson, hestaíþróttir
Páll Jóhann er karlknapi Grindavíkur 2023. Páll Jóhann er metnaðarfullur knapi sem leggur mikinn tíma í ástundun. Hann er virkur félagsmaður og starfar í stjórn Brimfaxa. Páll Jóhann er fjörugur og fjölbreytilegur maður sem öllum líkar við. Hann tók sín fyrstu skref í keppni á árinu með góðum árangri og var duglegur að taka þátt í reiðtímum sem félagið bauð uppá.

ÍÞRÓTTALIÐ GRINDAVÍKUR - TILNEFNINGAR

3. flokkur kvenna í knattspyrnu, knattspyrna
3. flokkur kvenna í knattspyrnu er knattspyrnulið Grindavíkur 2023. Liðið keppti á Costa Blanca Cup síðsta sumar og náði liðið þar 2. sæti á því sterka móti. Þá komst liðið langt á ReyCup.

Karlalið Pílufélags Grindavíkur, pílukast
Karlalið Pílufélags Grindavíkur er pílulið Grindavíkur 2023. Liðið varð íslandsmeistari 3 árið í röð á síðasta ári með nokkrum yfirburðum. Liðið skipa fremstu pílukastarar landsins sem hafa átt góðum árangri að fagna á mótum innanlands og eiga stóran hlut í vaxandi vinsælda pílukasts í Grindavík og á landinu öllu.

Meistarflokkur kvenna í körfuknattleik, körfuknattleikur
Lið meistaraflokks kvenna í körfuknattleik er körfuknattleikslið Grindavíkur 2023. Liðið hefur unnið mikið þrekvirki á síðustu þremur árum. Liðið er í toppbaráttu í deildarkeppni og komið í undanúrslit í bikar á sama tíma og liðið hefur gengið í gegnum miklar áskoranir. 

ÞJÁLFARI GRINDAVÍKUR - TILNENFINGAR

Danielle Rodriguez, körfuknattleikur
Danielle er körfuknattleiksþjálfari Grindavíkur 2023. Dani hefur þjálfað yngri flokka í Grindavík og er aðalþjálfari U16 ára landsliðs stúlkna. Hún er dugleg að bjóða upp á aukaæfingar sem skilar sér í miklum framförum þeirra flokka sem hún þjálfar. Mjög mikil ánægja er með störf hennar af iðkendum, yfirþjálfurum og unglingaráði.

Nihad Cober Hasecic, knattspyrna
Cober er knattspyrnuþjálfari Grindavíkur 2023. Cober hefur þjálfað yngri flokka í Grindavík í mörg ár. Á árinu 2023 þjálfaði hann m.a. 3. flokk stúlkna sem náði 2. sæti á Costa Blanca Cup, því sterka móti.

Pétur Rúðrik Guðmundsson, pílukast
Pétur er píluþjálfari Grindavíkur 2023. Pétur hefur þjálfað pílukast frá árinu 2015. Á þeim tíma var engin unglingapíla á Íslandi. Pétur á stóran þátt í uppgangi unglingapílunnar á Íslandi og er í dag landsliðþjálfari Íslands í karla- og kvennaflokki.

Þorlákur Halldórsson, golf
Þorlákur er golfþjálfari Grindavíkur 2023. Þorlákur Halldórsson hefur þjálfað börn og unglinga fyrir Golfklúbb Grindavíkur undanfarin ár og skilað þeirri vinnu með miklum sóma. Þorlákur er vel liðinn af öllum iðkendum og foreldrum þeirra.

Þorleifur Ólafsson, körfuknattleikur
Þorleifur er körfuknattleiksþjálfari Grindavíkur 2023. Þorleifur, eða Lalli, hefur þjálfað meistaraflokk kvenna í körfuknattleik frá júní 2021. Hann er ákveðinn, agaður og skipulagður þjálfari sem kemur vel undirbúinn á bæði æfingar og leiki. Meistaraflokkur kvenna hefur tekið miklum framförum síðustu ár undir hans stjórn þrátt fyrir miklar áskoranir.

Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG

Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarmála

 

 

 

 

 

 

 

 

Íþróttamenn Grindavíkur 1988-2007
1988 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1989 Sigurður H Bergmann, júdó
1990 Sigurður H Bergmann, júdó
1991 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1992 Sigurður H Bergmann, júdó
1993 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1994 Sigurður H Bergmann, júdó
1995 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1996 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1997 Milan Stefán Jankovic, knattspyrna
1998 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1999 Grétar Ó Hjartarson, knattspyrna
2000 Ólafur Örn Bjarnason, knattspyrna
2001 Guðlaugur Eyjólfsson, körfuknattleikur
2002 Sinisa Kekic, knattspyrna
2003 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2004 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2005 Paul MacShane, knattspyrna
2006 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2007 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur

Íþróttakarlar Grindavíkur 2008-2021
2008 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2009 Þorleifur Ólafsson, körfuknattleikur
2010 Jósef Kristinn Jósefsson, knattspyrna
2011 Óskar Pétursson, knattspyrna
2012 Björn Lúkas Haraldsson, taekwondó
2013 Jóhann Árni Ólafsson, körfuknattleikur
2014 Daníel Leó Grétarsson, knattspyrna
2015 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2016 Alexander Veigar Þórarinsson, knattspyrna
2017 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2018 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2019 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2020 Matthías Örn Friðriksson, pílukast
2021 Matthías Örn Friðriksson, pílukast
2022 Matthías Örn Friðriksson, pílukast
2023 Alexander Veigar Þorvaldsson, pílukast

Íþróttakonur Grindavíkur 2008-2021
2008 Jovana Stefánsdóttir, körfuknattleikur
2009 Elínborg Ingvarsdóttir, knattspyrna
2010 Helga Hallgrímsdóttir, körfuknattleikur
2011 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, körfuknattleikur/knattspyrna
2012 Christine Buchholz, hlaupakona
2013 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2014 Guðrún Bentína Frímannsdóttir, knattspyrna
2015 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2016 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2017 Dröfn Einarsdóttir, knattspyrna
2018 Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur
2019 Hrund Skúladóttir, körfuknattleikur
2020 Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir
2021 Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikur
2022 Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur
2023 Hulda Björk Ólafsdóttir, körfuknattleikur

Lið Grindavíkur 2020-2021
2020 Mfl. kvenna í knattspyrnu, knattspyrna
2021 A lið Pílufélags Grindavíkur, pílukast
2022 A lið Pílufélags Grindavíkur, pílukast
2023 Karlalið Pílufélags Grindavíkur, pílukast

Þjálfari Grindavíkur 2020-2021
2020 Nihad Cober og Anton Ingi Rúnarsson, knattspyrna
2021 Ólöf Helga Pálsdóttir, körfuknattleikur
2022 Nökkvi Már Jónsson, körfuknattleikur
2023 Danielle Rodriguez, körfuknattleikur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“