Hérastubbur međ laugardagsopnun 12. apríl

  • Fréttir
  • 10. apríl 2025

Hérastubbur bakarí verður með opið á laugardaginn kemur frá kl. 8:00-15:00. Undanfarið hefur verið opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga en síðan hefur verið bætt við opnun á laugardögum við og við. 

Það þarf ekki að taka það fram að Hérastubbur bakarí er eitt vinsælasta bakaríið á landinu en Sigurður Enoksson eða Siggi bakari eins og við þekkjum hann segir fastagesti bakarísins vera hvaðanæfa að. 

Mjög vinsælt hefur verið að panta bakkelsi í gegnum síma 895 8211, tölvupóst herastubbur@simnet.is  eða Instagram og hafa þau bakraríshjón, Siggi og Ásgerður ásamt syni þeirra, Steinþóri, keyrt með það á höfuðborgarsvæðið þar sem hægt er að nálgast það. 

Það hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvægt að versla í heimabyggð og nú. Hér fyrir neðan má nálgast frekari upplýsingar um opnunartíma og pantanir hjá Hérastubb. 

Facebook síða Hérastubbs

Instagram


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík