Kæru foreldrar leik- og grunnskólabarna í Grindavík
Ykkur er boðið til foreldrasamveru föstudaginn 17. nóvember kl. 13:00 í Laugardalshöll. Börnin eru velkomin með.
Tilgangur fundarins er að ræða og kynna það sem er í gangi til að efla virkni barnanna okkar og bæta þannig líðan þeirra. Grindavíkurbær og skólastjórnendur vinna nú að því að finna leiðir til að koma á sem eðlilegustu leikskóla- og skólastarfi fyrir börn frá Grindavík.
Hægt verður að taka þátt í fundinum í gegnum streymi á Facebook síður Grindavíkur og á þessari vefsíðu.