Íslenskar orkurannsóknir eða ÍSOR unnu að því hörðum höndum að tengja jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga í aðdraganda eldgossins í Geldingadölum. Var það gert svo hægt væri að gefa skýrari mynd af framvindu jarðhræringa á skaganum. ÍSOR hefur útbúið skemmtilegt þrívíddarkort af svæðinu í kringum Fagradalsfjall þar sem sjá má hvar gosið er að koma upp og nálæg svæði eins og Nátthaga, Borgarfjall og Langahrygg.
Kortið er eins og áður segir í þrívídd og því hægt að sjá hæð og örnefni á svæðinu í kringum Fagradalsfjall.
Smellið hér til að skoða kortið.