Allir vegir liggja enn til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 28. maí 2025

Samkvæmt gögnum á vef Vegagerðarinnar hefur töluverð umferð verið til Grindavíkur síðustu daga þrátt fyrir breyttar aðstæður.

Að meðaltali óku 1.888 ökutæki daglega Grindavíkurveg dagana 20.-26. maí í ár. Til samanburðar óku 2.417 ökutæki veginn á dag á sama tíma síðustu fimm ár að meðaltali. Meðalumferð í ár er því um 75% af meðalumferð um veginn þessa sjö daga síðustu fimm ár. 

Til þess að setja umferð um Grindavíkurveg í samhengi óku sömu daga 1.250 ökutæki um Þrengslin í suðurátt og 3.124 um Hafnarfjall til norðurs dag hvern undanfarið, samkvæmt umferðargögnum.

Ef horft er á heildarumferð til Grindavíkur um Grindavíkurveg, Festarfjall og Nesveg (við golfvöllinn), má sjá að meðaltali óku 2.796 ökutæki í átt til Grindavíkur þá viku sem um ræðir.

Umferð í átt til Grindavíkur er því veruleg þrátt fyrir áskoranir í samgöngumálum. Grindavíkurbær hefur þrýst á Vegagerðina að klæða malarkaflann á Grindavíkurveginum. 

Myndina með fréttinni tók Jón Steinar Sæmundsson af malarkaflanum á Grindavíkurveginum. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 14. nóvember 2025

Niđurrif altjónshúsa í Grindavík

Fréttir / 14. nóvember 2025

Grindavík Committee Announcement

Fréttir / 11. nóvember 2025

33 úr Grindavík fengu styrk úr Sóknarsjóđi

Fréttir / 31. október 2025

Allra heilagra messa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. október 2025

Ari Trausti og Elliđi Vignisson í Kvikunni

Fréttir / 17. október 2025

Seljabót lokađ viđ Ránargötu

Fréttir / 16. október 2025

Stund í tali og tónum í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 14. október 2025

Breyttur opnunartími íţróttamannvirkja

Fréttir / 14. október 2025

Grindavík – saman í sókn

Nýjustu fréttir

Hjólaskautaat í Grindavík á laugardaginn

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Komitet Grindavíku informuje

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Jólasamverustund í Grindavíkurkirkju

  • Fréttir
  • 11. nóvember 2025

Úrvalsdeildin í pílukasti í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. október 2025

Ari Eldjárn sýnir í Grindavík

  • Fréttir
  • 28. október 2025

Milliliđalaust kaffispjall í Kvikunni

  • Fréttir
  • 17. október 2025