Gámarnir á grenndarstöðinni við Grunnskólann við Ásabraut verða nú tæmdir vikulega í stað þess að vera tæmdir á tveggja vikna fresti, líkt og verið hefur frá því stöðin var tekin í notkun í nóvember síðastliðnum.
Á grenndarstöðinni eru tveir gámar fyrir almennt sorp, einn fyrir plast, einn fyrir pappa og fjórar tunnur fyrir lífrænt sorp. Gámarnir eru eingöngu ætlaðir fyrir heimilissorp og eru ekki ætlaðir fyrir rekstrarúrgang eða iðnaðarsorp.
Grindavíkurbær vill minna á mikilvægi þess að ganga vel um svæðið, virða flokkunarleiðbeiningar og skila aðeins viðeigandi úrgangi í gáma og tunnur.