Skemmtilegasta körfuboltamót ársins framundan

  • Fréttir
  • 30. maí 2025

Það verður líf og fjör fyrir neðan Kvikuna á sjómannadaginn þegar Stinningskaldi stendur fyrir götuboltamóti með tilþrifum. Mótið fór fyrst fram 2023 af Ungmennaráði Grindavíkur og sló þá í gegn. Nú hefur Stinningskaldi tekið við keflinu og lofar enn meiri hasar, húmor og hágæða bolta.

Þegar þetta er skrifað hafa átta lið skráð sig til leiks, en ekki örvænta. Það er enn opið fyrir skráningar fyrir þau sem vilja vera með í partýinu! Stelpur á öllum aldri eru sérstaklega hvattar til að skrá sig.

Það er ekki af ástæðulausu sem spennan er í hámarki fyrir mótinu því stór nöfn munu stíga á hellurnar fyrir neðan Kvikuna, þar á meðal tveir núverandi Íslandsmeistarar í körfubolta. Ekki nóg með það, heldur hefur Stinningskaldi látið hanna sérstaka búninga fyrir hvert og eitt lið.

Stemmingin í stúkunni á mótinu 2023 var engri lík og nú treystir Stinningskaldi á að Grindvíkingar fjölmenni á pallana enda er þetta fyrst og fremst mót þar sem gleðin ræður ríkjum, með tilþrifum, sprelli og skemmtun í fyrirrúmi. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. júní 2025

Sundlaug og íţróttaskóli 17. júní

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 30. maí 2025

Listaverkagjöf til Grindavíkurbćjar

Fréttir / 30. maí 2025

Ađalsafnađarfundur 2025

Fréttir / 28. maí 2025

Allir vegir liggja enn til Grindavíkur

Fréttir / 26. maí 2025

Menningarmorgunn í Kvikunni

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG