Skv. 40 gr. skipulagslaga samþykkti bæjarstjórn Grindavíkur á fundi þann 28.04.2015 að forkynna deiliskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrlu fiskeldis á Stað.
Deiliskipulagstillagan er fyrir fiskeldi á hluta iðnaðarsvæðis merkt i7 í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-
2030. Íslandsbleikja áformar að halda áfram uppbyggingu á fiskeldi á umræddu svæði í
þremur áföngum. Fyrirhuguð er stækkun á eldisrými Íslandsbleikju á svæðinu úr 25.000 rúmmetrum í
66.000 rúmmetra með fjölgun eldiskerja og framleiðsluaukningu á bleikju úr 1.600 tonn í um 3.000
tonn.
Deiliskipulagið á við um það bil 95 hektara hluta af iðnaðarsvæðinu i7. Deiliskipulagsmörk fylgja lóðarmörkum Íslandsbleikju og fjörunni. Aðkoma að svæðinu er um veg númer 425 að norðan.
Forkynning á tillögu að deiliskipulagsbreytingu verður haldinn á bæjarskrifstofu Grindavíkur þann 18. maí kl. 14:00 og mun sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fyrir svörum og kynna skipulagið.
Tillagan er meðfylgjandi.
Ármann Halldórsson
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Tillaga að deiluskipulagi fyrir fiskieldi á iðnaðarsvæði i7 - Greinagerð og umhverfisskýrsla
Tillaga að deiliskipulagi - fiskeldi á iðnaðarsvæði i7