Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis – auglýsing

  • Skipulagssviđ
  • 12. maí 2022

Grindavíkurbær vinnur að gerð hverfisskipulags fyrir þá hluta bæjarins þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrsti áfangi þeirrar vinnu er hverfisskipulag fyrir Valla- og Stígahverfi. Skipulagslýsing var kynnt með auglýsingu 3. júní 2020. Þá var vinnslutillaga kynnt umsagnaraðilum á tímabilinu 22. mars 2022 til 11. apríl 2022. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2022 að auglýsa hverfisskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 1123/2010. Bókun bæjarstjórnar var eftirfarandi: 

Vinnslutillaga hverfisskipulags hefur verið kynnt íbúum hverfisins og umsagnaraðilum. Þrjár ábendingar bárust frá íbúum og umsagnir frá þremur aðilum. Skipulagsnefnd samþykkti ákveðnar breytingar á skipulagstillögunni eftir kynningu á vinnslutillögunni á fundi nefndarinnar þann 19. apríl 2022 og var sviðsstjóra falið að auglýsa skipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Svæðið sem um ræðir eru fyrst og fremst skilgreint sem íbúðasvæði á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 en innan svæðis er jafnframt skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu og opið svæði. Innan svæðis eru einbýlis-, par- og raðhús. Við Gerðavelli 17-19 er húsnæði sem hýsir bakarí og daggæslu barna. Svæðið afmarkast af Víkurbraut í austri, Efstahrauni í suðri og Nesvegi í vestri og norðri. Ekkert deiliskipulag er til fyrir þetta þegar byggða hverfi. Markmið Grindavíkurbæjar með skipulagsgerðinni er að móta heildarstefnu og samræma ákvæði innan hverfisskipulagssvæðisins til að einfalda afgreiðslu leyfisveitinga og gera þær markvissari. Tilgangurinn er að auðvelda ákvörðunarferli vegna framkvæmda og uppbyggingar á svæðinu. Einnig er markmiðið að styrkja og viðhalda gæðum hverfa með skýrum ákvæðum.

Kynningargögn vegna hverfisskipulagsins má finna hér að neðan en þau samanstanda af uppdrætti og greinargerð ásamt því að húsaskráning er lögð fram í sér skjali. Þá má nálgast gögnin í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2. hæð) frá kl. 8.00 til 15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9.30 til 15.00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Tillögurnar eru í auglýsingu frá og með 16. maí 2022 til og með 28. júní 2022. Eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar og merkja, Hverfisskipulag – 1.áfangi, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eigi síðar en 28. júní 2022.

•    Greinargerð hverfisskipulags
•    Hverfisskipulagsuppdráttur
•    Húsaskráninga

Atli Geir Júlíusson,
Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útbođ vegna verkfrćđihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaţjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferđaröryggistefna í kynningu

Skipulagssviđ / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Skipulagssviđ / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóđarúthlutanir

Skipulagssviđ / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssviđ / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útbođ: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beđiđ eftir varahlutum