Auglýsing um breytt ađalskipulag vegna nýs hreinsivirkis og frárennslislögn, göngu- og reiđhjólastígar og stćkkun golfvallar í Grindavík

  • Skipulagssviđ
  • 12. apríl 2022

Bæjarstjórn samþykkti á fundi þann 29.mars 2022 að auglýsa á nýjan leik tillögu að breyttu aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Ástæðan fyrir því að tillagan er auglýst aftur er að íþróttasvæðið hefur stækkað um 20 ha frá áður auglýstri tillögu. 
Í tillögunni er gert ráð fyrir hreinsvirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu við Eyjabakka og frárennslislögn frá henni til suðurs á Hópsnesi og út í sjó. Þá er í tillögunni bætt við göngu- og reiðhjólastíg frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík inn á stíg með fram Nesvegi. Í tillögunni er jafnframt sett fram stækkun golfvallar við Húsatóftir í Grindavík. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Gögn tillögu: 
•    Greinagerð tillögu
•    Uppdráttur tillögu

Kynningargögn vegna skipulagstillögunnar má finna hér að ofan ásamt því að tillagan er aðgengileg í afgreiðslu bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2.hæð) frá kl. 8:00 til 15:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9:30 til 15:00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eigi síðar en 30. júní 2022. 

Atli Geir Júlíusson,
Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útbođ vegna verkfrćđihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaţjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferđaröryggistefna í kynningu

Skipulagssviđ / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Skipulagssviđ / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóđarúthlutanir

Skipulagssviđ / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssviđ / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útbođ: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beđiđ eftir varahlutum