Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2022 að auglýsa deiliskipulag við götuna Laut í Grindavík í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun bæjarstjórnar var eftirfarandi:
Deiliskipulagstillaga, greinargerð og uppdráttur fyrir Laut lögð fram eftir umfjöllun hjá í skipulagsnefnd. Fallið er frá gerð skipulagslýsingar þar sem allar megin forsendur um skipulagið liggja fyrir í aðalskipulagi sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu, þ.e. íbúabyggð. Deiliskipulag var unnið fyrir svæðið og samþykkt í bæjarstjórn þann 4. júní 2002, tvær breytingar voru gerðar á deiliskipulaginu og var sú fyrri samþykkt í bæjarstjórn þann 10. apríl 2004 og sú síðari þann 9. nóvember 2005. Í samráði við Skipulagsstofnun skal auglýsing á skipulagstillögu þessari, sem nær til lóða og svæða við götuna Laut, vera í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Núverandi skipulagstillaga gerir ráð fyrir töluvert lægra byggingarmagni á svæðinu en fyrri tillaga gerði ráð fyrir. Einnig er með skipulaginu bætt við bílastæðum fyrir starfsfólk leikskólans Laut og aðra gesti á svæðinu. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi þann 19. apríl 2022 að deiliskipulagstillagan verði send í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem íbúðasvæði á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Íbúðarbyggð við Laut byggðist upp á fyrsta áratug aldarinnar. Við götuna eru fjölbreyttar húsagerði; einbýshús, par- og raðhús og tveggja hæða fjölbýlishús. Við Laut nr. 1 er starfræktur leikskóli. Austan við fjölbýli við Laut nr. 12 er raskað óbyggt svæði þar sem áður var starfræktur leikskóli. Megin viðfangsefni deiliskipulagsins er að útfæra lokaáfanga íbúðarbyggðar við Laut en jafnframt setja skilmála um heimildir á núverandi húsum. Deiliskipulagssvæðið er 3,7 ha og tekur til allra lóða við götuna Laut. Svæðið er afmarkað eftir lóðamörkum við aðliggjandi götur, þ.e. Staðarvör, Ásabraut, Víkurbraut og Dalbraut. Deiliskipulagsmörkin fylgja göngustíg sunnan við lóð leikskólans.
Kynningargögn vegna deiliskipulagsins má finna hér að neðan en þau samanstanda af uppdrætti og greinargerð. Þá má nálgast gögnin í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2. hæð) frá kl. 8.00 til 15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9.30 til 15.00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Tillögurnar eru í auglýsingu frá og með 16. maí 2022 til og með 28. júní 2022. Eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar og merkja, Deiliskipulag - Laut, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eigi síðar en 28. júní 2022.
• Greinargerð deiliskipulagstillögu
• Uppdráttur deiliskipulagstillögu
Atli Geir Júlíusson,
Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar