Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í Laut

  • Skipulagssvið
  • 5. apríl 2023

Í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýsta tvær skipulagstillögur í Grindavíkurbæ. Annarsvegar breyting á aðalskipulagi Grindavíkur vegna íbúðarsvæðis ÍB3 sem bæjarstjórn samþykkti að auglýsa þann 28. febrúar 2023 og hinsvegar nýtt deiliskipulag í Laut sem bæjarráð samþykkti að auglýsa þann 13. júlí 2022. 

Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032:
Megin viðfangsefni breytingarinnar er að á íbúðarsvæði ÍB3 verði bætt inn heimild til að byggja par- og raðhús við Laut, alls 7 íbúðir, til viðbótar við þegar tilgreinda þéttingarreiti innan íbúðarsvæðis í gildandi aðalskipulagi. Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Laut er kynnt samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari.

Deiliskipulag Lautar í Grindavík:
Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem íbúðasvæði á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Við götuna eru fjölbreyttar húsagerði; einbýshús, par- og raðhús og tveggja hæða fjölbýlishús. Við Laut nr. 1 er starfræktur leikskóli. Austan við fjölbýli við Laut nr. 12 er raskað óbyggt svæði þar sem áður var starfræktur leikskóli.

Megin viðfangsefni deiliskipulagsins er að útfæra lokaáfanga íbúðarbyggðar við Laut en jafnframt setja skilmála um heimildir á núverandi húsum. Deiliskipulagssvæðið er 3,7 ha og tekur til allra lóða við götuna Laut. Svæðið er afmarkað eftir lóðamörkum við aðliggjandi götur, þ.e. Staðarvör, Ásabraut, Víkurbraut og Dalbraut. Deiliskipulagsmörkin fylgja göngustíg sunnan við lóð leikskólans. Skipulagsgögnin eru lögð fram á uppdrætti og í greinargerð

Kynningargögn vegna skipulagsins má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is og í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2. hæð) frá kl. 8.00 til 15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9.30 til 15.00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Tillagan eru í auglýsingu frá og með 12. apríl 2023 til og með 31. maí 2023.

Eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.

Athugasemdir eða ábendingar skal senda á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, eigi síðar en 31. maí 2023.

Atli Geir Júlíusson
skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar.

Greinargerð

Uppdráttur

Breyting aðalskipulags


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar æfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suðaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi með Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar að nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdætur og glæpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 2. september 2024