Breyting á deiliskipulagi iđnađar- og hafnarsvćđis viđ Eyjabakka í Grindavik

  • Skipulagssviđ
  • 13. janúar 2022

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi þann 21.desember 2021 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir iðnaðar- og hafnarsvæðið við Eyjabakka.

Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem iðnaðar- og hafnarsvæði í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Í gildi er deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæðis við Eyjabakkar sem dagsett er 12.09.2012, fjórar breytingar hafa verið gerðar á skipulaginu frá gildistöku. Grindavíkurbær ákvað að vinna nýtt skipulag fyrir svæðið og um leið stækka svæðið inn í höfnina og til suðvesturs. Því fellur gildandi skipulag úr gildi við gildistöku þessa skipulags. Nýtt skipulag er unnið á grunni gildandi skipulags ekki er vikið frá meginmarkmiðum en svæðið aðlagað að þörfum sveitarfélagsins og þeirra sem nýta svæðið. Eitt af meginmarkmiðum skipulagsins er að bjóða upp á lóðir fyrir fjölbreytta starfsemi og styðja við hafnarstarfsemina á svæðinu. Tillagan er lögð fram með uppdrætti og greinagerð, umhverfisskýrsla er í greinargerð.


•    Greinargerð tillögu
•    Uppdráttur tillögu
 

Kynningargögn vegna ofangreindrar tillögu má finna hér að ofan ásamt því að tillagan er aðgengileg í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2. hæð) frá kl. 8.00 til 15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9.30 til 15.00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Tillagan er í auglýsingu frá og með 14. janúar 2022 til og með 25. febrúar 2022. Eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eigi síðar en 25.febrúar 2022.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útbođ vegna verkfrćđihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaţjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferđaröryggistefna í kynningu

Skipulagssviđ / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Skipulagssviđ / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóđarúthlutanir

Skipulagssviđ / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssviđ / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útbođ: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beđiđ eftir varahlutum