Deiliskipulag orkuvinnslu og iđnađar á Reykjanesi í Grindavíkurbć

  • Skipulagssviđ
  • 29. júní 2021

Grindavíkurbær hefur samþykkt að kynna vinnslutillögu að deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010. Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi Deiliskipulagi Reykjanes, orkuvinnsla, iðnaður og ferðamennska, sem samþykkt var árið 2004 og tekur til iðnaðar og orkuvinnslusvæðis Reykjanesvirkjunar innan marka Grindavíkur og Reykjanesbæjar. 

Allmargar breytingar hafa verið gerðar á gildandi deiliskipulagi undanfarin 17 ár, eftir því sem starfsemi svæðisins hefur þróast og skipulagsforsendur breyst m.a. með samþykkt svæðisskipulags Suðurnesja, endurskoðun aðalskipulagsáætlana Reykjanesbæjar og Grindavíkur, nýjum skipulagslögum og lögum um umhverfismat. Þá hefur orðið grundvallarbreyting á stefnu um þróun svæðisins með Auðlindagarðinum, í nágrenni orkuvera HS Orku á Suðurnesjum, sem bæti nýtni afgangsstrauma frá orkuverunum. Reykjanesið er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og jarðvangur, UNESCO Global Geopark.

Ný tillaga að deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi, byggir á ofangreindum skipulagsáætlunum, stefnumörkun um þróun svæðisins og nýjum áherslum um efni og framsetningu skipulags.  Tillagan mun leysa af hólmi eldri uppdrætti og breytingar á þeim. Með því fæst betri yfirsýn yfir skipulagsákvarðanir svæðisins.   

Eldra deiliskipulag þverar sveitarfélagamörk Grindsvíkurbæjar og Reykjanesbæjar. Endurskoðað deiliskipulag er hins vegar sett fram í tveimur deiliskipulagsáætlunum, fyrir hvort sveitarfélag um sig. Með því er tryggð einfaldari stjórnsýsla og málsmeðferð breytinga sem kunna að verða á skipulaginu á næstu árum. 

Tillögurnar er aðgengilegar á hér heimasíðu Grindavíkurbæjar og liggja frammi á bæjarskrifstofu , til og með 26. júlí  2021. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar við vinnslutillöguna, sem nýtist við fullvinnslu tillögu.
Skila skal ábendingum til skipulagsfulltrúa, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða á netfangið atligeir@grindavik.is 

Gögn til kynningar: 
Tillaga að deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í Grindavík - deiliskipulagsuppdráttur
Tillaga að deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í Grindavík - Greinagerð
Skýringarmynd sem sýnir samsetta deiliskipulagsuppdrætti Grindavíkur og Reykjanesbæjar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útbođ vegna verkfrćđihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaţjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferđaröryggistefna í kynningu

Skipulagssviđ / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Skipulagssviđ / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóđarúthlutanir

Skipulagssviđ / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssviđ / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útbođ: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beđiđ eftir varahlutum