Sungu um Bjarnastaðarbeljurnar

  • Fréttir
  • 18. mars 2010

Krakkarnir á heilsuleikskólanum Króki hafa verið duglegir að æfa sig að undanförnu með því að búa til ýmis heimagerð hljóðfæri og æfa sig að spila á þau og syngja. Afraksturinn sýndu þau í verslunarmiðstöðinni en þangað mættu þau og skemmtu gestum og gangandi með hljóðklæðningu ljóða.

Krakkarnir sungu ljómandi vel. Ef smellt er á myndina að ofan má sjá upptöku frá einu laginu sem þau sungu og er um Bjarnastaðabeljurnar og er ættað frá Vestmannaeyjum.


Deildu þessari frétt