Orlofsdvöl Grindvíkinga á Löngumýri – Skráning hefst í mars

  • Fréttir
  • 19. febrúar 2025

Eldri borgurum, sem skráðir voru með lögheimili í Grindavík þann 10. nóvember 2023, gefst kostur á orlofsdvöl á Löngumýri í Skagafirði dagana 13.-18. júlí 2025, kostnaður pr. mann er kr 28.000. Um er að ræða samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar, Félags eldri borgara í Grindavík, Grindavíkurkirkju og Rauða krossins á Íslandi með styrk frá Rio Tinto.
 
Dvölin veitir einstakt tækifæri til ánægjulegrar samveru í fallegu umhverfi. Rútuferðir til og frá Reykjavík eru innifaldar.
 
Skráning hefst 1.mars – 31.mars 2025. Athugið að aðeins eru 32 pláss í boði. Þau sem ekki nýttu sér dvölina sumarið 2024 verða í forgangi í ár.
 
Umsóknir skulu sendar til Margrétar Gísladóttur í síma 896-3173 eða í gegnum netfangið margis2@live.com
 
Nauðsynlegar upplýsingar sem þurfa að fylgja umsókn:
•    Nafn og kennitala
•    Heimilisfang, sími og netfang
•    Hvort umsókn er fyrir einstakling eða hjón/par (upplýsingar um báða ef um par er að ræða)
•    Ef sótt er um fyrir einstakling þarf að koma fram  hvort viðkomandi óski eftir að dvelja í eins- eða tveggja manna herbergi.
 
Nánari upplýsingar um dvölina er að finna á vefsíðu Reykjavíkurprófastsdæmis eystra: www.eystra.is/langamyri
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík