Álíka margir ađ störfum í Grindavík nú og í janúar

  • Fréttir
  • 21. febrúar 2025

Atvinnulífið í Grindavík hefur sýnt merki um bata eftir náttúruhamfarirnar í nóvember 2023. Samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var 19. febrúar sóttu 746 starfsmenn vinnu til Grindavíkur, sem er svipaður fjöldi og í janúar. Á sama tíma hefur fyrirtækjum sem starfa í bænum fjölgað úr 34 í 38.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að alls sóttu 746 starfsmenn vinnu í Grindavík hjá 38 grindvískum fyrirtækjum og sveitarfélaginu þann 19. febrúar. Könnunin var framkvæmd til að öðlast betri innsýn í umfang atvinnurekstrar í bænum. Fyrirtæki sem vitað var að væru með starfsemi í Grindavík fengu senda könnun, og í kjölfarið var haft samband símleiðis við þau sem ekki höfðu svarað.

  Fjöldi fyritækja Breyting Fjöldi starfsmanna  
  Janúar Febrúar % Janúar Febrúar  Breyting %
Ferðaþjónusta 7 9 29% 330 342 4%
Sjávarútvegur og tengd starfsemi 11 11 0% 250 229 -8%
Eldi á fiski o.fl. (lagareldi) 3 3 0% 28 33 18%
Iðnaður og þjónusta 12 14 17% 126 119 -6%
Opinber starfsemi 1 1 0% 26 23 -12%
Alls 34 38 12% 760 746 -2%

Eingöngu fyrirtæki með starfsemi í Grindavík

Könnunin náði eingöngu til þeirra starfsmanna sem mæta til vinnu í Grindavík, en ekki þeirra sem vinna fyrir grindvísk fyrirtæki utan sveitarfélagsins. Einnig eru starfsmenn fyrirtækja með skráð aðsetur utan Grindavíkur ekki taldir með, svo sem verktakar sem vinna við varnargarða eða utanaðkomandi þjónusta fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

Könnunin sýnir að helmingur starfsfólks var að störfum innan þéttbýlismarka Grindavíkur. Að auki eru í bænum starfsmenn fyrirtækja með aðsetur annars staðar, þar á meðal verktakar sem sinna varnargörðum og þjónustuaðilar í sjávarútvegi.

Framtíðarhorfur og áframhaldandi stuðningur

Þrátt fyrir áskoranir er atvinnulífið í Grindavík að styrkjast. Stefnt er að því að endurtaka könnunina næstu mánuði til að fylgjast með þróuninni. Með áframhaldandi stuðningi stjórnvalda og samstöðu um að efla atvinnulífið er vonast til að starfsfólki fjölgi enn frekar og að fyrirtækin verði tilbúin þegar Grindvíkingar snúa aftur heim.

Myndina af Sighvati GK landa í Grindavíkurhöfn þann 19. febrúar sl. tók Jón Steinar Sæmundsson. 

Athugasemd 21. febrúar kl. 17:20: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík