Föstudaginn 7.febrúar klukkan 14:00 opna nemendur á öðru ári úr arkitektúr, grafískri hönnun og vöruhönnun við Listaháskóla Íslands sýningu sem ber heitið Hamfarir/Framfarir sem er afrakstur þriggja vikna vinnu í tengslum við hamfarir, hlutverk hönnunar og samfélagið í Grindavík. Til sýnis verða níu verkefni sem fást á einn eða annan hátt við hamfarirnar í Grindavík og leggja til hönnunartillögu eða inngrip sem hafa það að leiðarljósi að efla samfélagið á einn eða annan hátt. Sýningin fer fram í húsnæði LHÍ við Stakkahlíð 1 í Reykjavík.