Margrét Hrafnsdóttir, kvikmyndagerðakona vinnur nú að gerð heimildamyndar um hamfarirnar í Grindavík. Hún auglýsir eftir myndefni frá Grindvíkingum sem eru annað hvort myndir eða myndbönd frá skjálftum í aðdraganda rýmingar, og rýmingunni sjálfri
Í samtali við Víkurfréttir sagðist Margrét hafa dvalið mikið í Grindavík á síðasta ári ásamt einstöku tökuliði og samstarfsfólki vegna heimildarmyndar um hamfarirnar í Grindavík og hina fjölmörgu eftirmála fyrir Grindvíkinga sem enn sér ekki fyrir endann á.
Myndina er Margrét að gera í samvinnu við kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Ursus Parvus sem er í eigu Hlínar Jóhannesdóttur framleiðanda.
Margrét er nýlega komin aftur til Íslands til að klára tökur og biðlar til Grindvíkinga um að senda sér myndbönd og myndir frá skjálftum í aðdraganda rýmingar, og frá rýmingunni sjálfri.
Sjá umfjöllun Víkurfrétta um heimildarmyndina hér.
Í samtali við blaðið segir Margrét að þau sárvanti myndefni úr símum frá Grindvíkingum, bæði myndbönd og myndir, frá skjálftunum í aðdraganda rýmingarinnar 10. nóvember og frá rýmingunni sjálfri. "Ég veit að fullt af Grindvíkingum náðu þessum ótrúlegu atburðum á símana sína og yrði ég þeim ævinlega þakklát ef hægt er að senda mér efnið á netfangið asst2.margret.raven@gmail.com"