Unniđ ađ smíđi dćlustöđvar viđ Seljabót

  • Fréttir
  • 16. janúar 2025

Þessa dagana er unnið að smíði dælustöðvar milli Seljabótar og Norðurgarðs. Dælustöðin er hluti af nýju fráveitukerfi í Grindavík og tekur við skólpi austan Víkurbrautar. Þaðan er því dælt í dælustöð við iðnaðarhverfið við Eyjabakka áður en því er dælt á haf út utan varnargarða. 

Framkvæmdin er hluti af þriðja áfanga framkvæmda við fráveitukerfið en verkefninu er skipt upp í sjö áfanga. Jafnframt er dælustöðin hluti af flóðavörnum Grindavíkurhafnar, flæði sjór yfir bakka sína. 

Á Facebook síðu Grindavíkurbæjar má sjá myndband frá því þegar sprengt var fyrir dælustöðinni sl. þriðjudag. 


Deildu ţessari frétt