579. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn sem fjarfundur í Teams, þriðjudaginn 26. nóvember 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður og Sævar Þór Birgisson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að taka inn mál með afbrigðum sem 3. mál: 2411046 Breyting á varamanni í stjórn Kölku. Samþykkt samhljóða
Dagskrá:
1. Sérstakur húsnæðisstuðningur - 2411010
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Rán, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðjón.
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
2. Breytingar í stjórn HES - Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja - 2411039
Til máls tók: Ásrún.
Birgitta Hrund Káradóttir biðst lausnar sem fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn HES.
Tillaga er um að Irmý Rós Þorsteinsdóttir verði aðalmaður í stjórn HES og Eva Lind Matthíasdóttir verði varamaður.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.
3. Breyting á varamanni í stjórn Kölku - 2411046
Til máls tók: Ásrún.
Helga Dís Jakobsdóttir biðst lausnar sem varamaður í stjórn Kölku.
Tillaga um að Lilja Sigmarsdóttir kemur í staðinn fyrir Helgu sem varamaður.
Samþykkt samhljóða.
4. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024 - 2404095
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Gunnar Már og Hjálmar.
Fundargerð 806. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 13.11.2024 er lögð fram til kynningar.
5. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2024 - 2403177
Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már og Hjálmar.
Fundargerð 562. fundar Kölku dags. 15.10.2024 er lögð fram til kynningar.
6. Fundargerðir 2024 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2407047
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri og Guðjón.
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25.10.2024 er lögð fram til kynningar.
7. Fundargerðir 2024 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2407047
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 04.11.2024 er lögð fram til kynningar.
8. Bæjarráð Grindavíkur - 1669 - 2411001F
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Gunnar Már, Hjálmar, Birgitta Rán og Sævar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. Bæjarráð Grindavíkur - 1670 - 2411005F
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar, Gunnar Már og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. Innviðanefnd - 2 - 2411007F
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Sævar, Birgitta Rán, bæjarstjóri og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
11. Samfélagsnefnd - 2 - 2411002F
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Guðjón og Gunnar Már.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45.