1676. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 18. febrúar 2025 og hófst hann kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður,
Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Sævar Þór Birgisson, varaformaður.
Einnig sátu fundinn:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Guðjón Bragason, lögfræðingur, sat fundinn í gegnum Teams.
Dagskrá:
1. Starfsemi Fasteignafélagsins Þórkötlu - 2502028
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Örn Viðar Skúlason frá Fasteignafélaginu Þórkötlu.
Örn Viðar kynnti stöðu mála, framvindu og horfur hjá Fasteignafélaginu Þórkötlu.
2. Aðstaða UMFG til æfinga og keppni - 2404147
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og skipulagsfulltrúi (Teams)
Farið yfir stöðu mála hvað varðar æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnudeild UMFG.
3. Styrkir til Grindavíkurbæjar vegna uppbyggingar samfélagsins - 2411001
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og skipulagsfulltrúi (Teams).
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs um styrki til Grindavíkurbæjar til uppbyggingar samfélagsins.
4. Aðgerðaáætlun fyrir sálfélagslegan stuðning - 2502027
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og skipulagsfulltrúi (Teams).
Lögð fram til kynningar "Tímabundin aðgerðaáætlun fyrir sálfélagslegan stuðning til Grindvíkinga fyrir tímabilið janúar-maí 2025" frá Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, dags. 11. febrúar 2025.
5. Framtíðarsviðsmyndir vegna stefnumörkunar stjórnvalda í málefnum Grindavíkur - 2502024
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og skipulagsfulltrúi (Teams).
Lögð fram gögn sem varða stefnumörkun fyrir forsætisráðuneytið í málefnum sem varða Grindavík, sem unnið var af Deloitte.
6. Mat á vernd húsa - 2412018
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og skipulagsfulltrúi (Teams).
Á fundi bæjarstjórnar nr. 581 var óskað eftir afstöðu bæjarstjórnar á niðurrifum nokkurra eigna. Samþykkt var að gefa mætti leyfi fyrir áformum niðurrifa fyrir nefndar eignir nema Salthúsið, fyrst þyrfti að leggja fram grófa kostnaðaráætlun fyrir varðveislu hússins. Lögð er fram gróf kostnaðaráætlun gerð af VSS.
Ljóst er að um mikla óvissu er að ræða um framtíðarnotkun hússins. Fara þarf í gegnum það ferli og skoða vel hvert notagildi hússins verður, fái það að standa áfram í óbreyttu ástandi. Það er gríðarlega áhrifamikið að ganga um húsið og upplifa kraft náttúruaflanna. Notkun hússins sem sýning þar sem fólk fengi að labba inn og skoða yrði án efa mikið aðdráttarafl fyrir bæinn auk þess að það hefði mikið menningarlegt gildi fyrir bæinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
7. Tollhúsið - sameiginleg nýting - 2411051
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og skipulagsfulltrúi (Teams).
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
8. Málefni fatlaðs fólks - Samningar um þjónustuúrræði - 2410001
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og skipulagsfulltrúi (Teams).
Lagðar fram bókanir frá nágrannasveitarfélögum Grindavíkur varðandi viðbrögð við því að Grindavíkurbær hefur sagt upp samningi um rekstur sameiginlegra þjónustuúrræða.
9. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga og framboð til stjórnar - 2502025
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags 11. febrúar 2025 þar sem tilnefningarnefnd lánasjóðsins auglýsir eftir framboðum til stjórnarsetu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:35.