81. fundur Afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, miðvikudaginn 29. maí 2024 og hófst hann kl. 12:30.
Fundinn sátu:
Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi,
Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs.
Einnig sátu fundinn:
.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
1. Umsókn um byggingarleyfi - niðurrif Norðurljósavegur 9a - 2405162
Eldvörp ehf. sækir um niðurrif á þjónustuhúsi Bláa lónsins að Norðurljósavegi 9a. Aðalbyggingarefni er steinsteypa. Rífa þarf húsið sem fer annars undir varnargarð vegna eldsumbrota á svæðinu. Op hefur verið skilið eftir svo Bláa lónið gæti haldið áfram starfssemi sinni en nú þarf að loka því. Annað þjónustuhús kemur í staðin innar á sömu lóð.
Áform um niðurrif þjónustuhúss eru samþykkt.
Á svæðinu gilda lög nr. 84/2023 um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga, skv. þeim lögum gilda lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir ekki fyrir þessa framkvæmd.
Málið verður unnið áfram með umsóknaraðila.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45.
Hjörtur Már Gestsson Elísabet Bjarnadóttir