Fundur 1641

  • Bćjarráđ
  • 19. apríl 2023

1641. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 18. apríl 2023 og hófst hann kl. 15:00.
 

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birgitta H. Ramsay Káradóttir, varamaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði varaformaður eftir heimild til að taka inn 2 mál á dagskrá með afbrigðum sem 3. mál:

2303089 - Sérskóli - Beiðni um skólavist og sem 5. mál:

2304042 - Sorpflokkun við heimili - borgað þegar hent er, innleiðing.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.Rafrænar undirritanir - Fundargerðir - 2301121
Skjalastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum Grindavíkurbæjar er varða fundarsköp.

Skjalastjóra er falið að vinna málið áfram.

2. Betri vinnutími í leikskóla - 2304001
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram til kynningar yfirlit um mögulegar leiðir til að létta álagi starfsfólks í leikskóla vegna styttingar vinnuviku.

Sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs og leikskólastjóra falið að leggja fram tímasetta áætlun fyrir bæjarráð.

3. Sérskóli - Beiðni um skólavist - 2303089
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram beiðni um viðauka við áætlun ársins 2023 að fjárhæð 11.900.000 kr. á rekstrareininguna 04221, lykil 9392. Lagt er til að fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

4. Skiltaborgir við Kvikuna - 2303087
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu dagskrárlið. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, dags. 30. mars sl. varðandi skiltaborgir við Kvikuna.

Bæjarráð samþykkir að skiltaborgirnar verði fjarlægðar.

5. Sorpflokkun við heimili - Borgað þegar hent er, innleiðing - 2304042
Lögð fram viljayfirlýsing um þátttöku í verkefninu "Borgað þegar hent er - innleiðing við heimili".

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingun og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirrita hana.

6. Ársuppgjör 2022 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2303014
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2022 er lagður fram. Einnig var lögð fram skýrsla KPMG um stjórnsýsluúttekt 2022.

Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi 18. gr. og 61. gr. laga nr. 138/2011.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125

Nýjustu fréttir

Heilaheilsa í Kvikunni

  • Fréttir
  • 25. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

  • Fréttir
  • 21. september 2023