Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins haldin um Sjómannadagshelgina, 31. maí - 2. júní 2019 , til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans. Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri fjölskyldudagskrá.
16:00-18:00 Axel O og Keli Unplugged á Bryggjunni
Söngvararnir og gítarleikararnir Axel Omarsson og Hrafnkell Pálmarsson taka lög úr ýmsum átttum.
18:00 Götugrill
Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta sína götu í sínum litum og slá saman í götugrill.
20:00 Litaskrúðganga
Hin árlega litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu neðan við Kvikuna.
20:30-21:30 Bryggjusöngur
Hreimur Örn stýrir bryggjusöng á hátíðarsviðinu og allir taka undir.
21:30-23:30 Bryggjuball
Páll Óskar mætir í öllu sínu veldi með dansara, glans og stanslaut stuð. Hljómsveitin Bandmenn slá upp alvöru bryggjuballi fyrir alla fjölskylduna.
23:00 Pálmar og the Wild Turkeys á Papas
Pálmar og the Wild Turkeys keyra upp stemminguna á Papas.
23:00 Hljómsveitin Heiður á Fishhouse
Hljómsveitin Heiður spilar inn í nóttina. Aðgangur ókeypis.
10:00 Sjóara síkáta mótið
Árlegt fótboltamót knattpsyrnudeildar UMFG þar sem strákar í 6. flokki keppa.
12:00 Skemmtisigling Skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna.
Staðsetning auglýst á samfélagsmiðlum hátíðarinnar þegar nær dregur. Vinsamlegast mætið tímanlega.
12:20-16:00 Bylgjulestin
Bylgjan verður í beinni útsendingu frá Grindavík.
13:00-17:00 Skemmtidagskrá á hátíðarsviði
Skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu í samvinnu við Landsbankann.
13:00-17:00 Tívolí á hafnarsvæðinu
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.
13:00-17:00 Veltibíllinn
Hinn sívinsæli veltibíll verður á svæðinu.
13:00-16:00 Andlitsmálun við Kvikuna
Frí andlitsmálun fyrir öll börn við Kvikuna.
14:00 Grindavík – Víkingur
Grindvíkingar taka á móti Víkingum í PepsiMax deild karla á Mustad vellinum.
14:00 Sjópylsa í Grindavíkurhöfn
Sjópylsa á ferðinni í Grindavíkurhöfn fyrir börn og aðra ofurhuga.
14:00 Hópkeyrsla bifhjóla
Hópkeyrsla bifhjóla frá Northern Light Inn að Virkinu, klúbbhúsi Grindjána. Hjólum raðað upp til sýnis.
15:00-17:00 Hestateyming
Börnum gefst tækifæri á að fara á hestbak við Kvikuna.
15:00 – 18:00 Bakkalábandið á Bryggjunni
Bakkalábandið syngur gömlu góðu sjómannalögin ásamt hljómsveit.
16:00-17:00 Krakkakeyrsla Grindjána
Félagar í Grindjánum bifhjólaklúbbi leyfa börnum að sitja aftan á bifhjólum og fara hring frá Fiskmarkaðnum.
22:00 GG Blús á Salthúsinu
Blús-rokk-dúett af skárri sortinni með þeim Guðmundi Gunnlaugsyni trommara og Guðmundi Jónssyni gítarleikara. Tilboð á barnum.
22:00 Opið svið á Fishhouse O
pnu sviðin hafa notið fádæma vinsælda. Gestum er velkomið að taka þátt, syngja, leika og dansa. Aðgangur ókeypis.
23:00 Pallaball í Íþróttahúsinu
Poppkóngur Íslands, Páll Óskar, treður upp með eigin hljómsveit og dönsurum.
00:00 Hljómsveitin Swiss á Salthúsinu
Hljómsveitin Swiss leikur ný og gömul lög, íslensk og erlend. Miðaverð 2.500 kr. Tilboð á barnum til kl. 1.
8:00 Fánar dregnir að húni
Fánar dregnir að húni og bæjarbúar hvattir til að flagga í tilefni Sjómannadagsins.
12:30 Sjómannadsagsmessa í Grindavíkurkirkju
Eftir messu fer heiðrun sjómanna fram í kirkjunni. Að lokinni heiðrun verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsveigur til minningar um þá sem hafa drukknað. Lúðrasveit verkalýðsins mun taka þá í athöfninni.
13:00-16:00 Andlitsmálun við Kvikuna
Andlitsmálun fyrir öll börn við Kvikuna.
13:00-17:00 Tívolí á hafnarsvæðinu
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.
13:00-17:00 Veltibíllinn
Hinn sívinsæli veltibíll verður á svæðinu.
13:00-17:00 Fiskasafnið á bryggjukantinum
Fiskabúr af ýmsum stærðum og gerðum þar sem finna má marga af þeim nytjafiskum sem veiðst við Íslands. Á staðnum verða einnig snertibúr með furðufiskum.
14:00-17:00 Sjómannadagskaffi í Gjánni
Hérastubbur stendur fyrir myndarlegu Sjómannadagskaffi í Gjánni. Frítt fyrir yngri en 6 ára, 1.000 kr. fyrir 6-12 ára og 2.000 kr. fyrir fullorðna.
14:15-16:00 Hátíðarhöld í Víðihlíð
Sigríður Thorlacius skemmtir. Að loknum söngatriðum verður boðið upp á kaffiveitingar.
14:00-14:20 Hátíðarhöld við Kvikuna
Hátíðarhöld í tilefni Sjómannadagsins. Eliza Reid forsetafrú flytur ræðu og setur daginn formlega.
14:20-15:00 Koddaslagur, flekahlaup og kararóður
Hreystimenni og konur takast á í alvöru koddaslag, flekahlaupi og kararóðri. Verðlaun í boði. Skráning á staðnum.
15:00-17:00 Skemmtidagskrá á hátíðarsviði
Skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu neðan við Kvikuna í samvinnu við Landsbankann.
15:30-16:30 Töframaður á hátíðarsvæðinu
Töframaðurinn Daníel Örn verður á svæðinu og sýnir listir sínar fyrir gesti og gangandi.
20:00 Hátíðarkvöldverður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur
Hátíðarkvöldverður á Sjómannastofunni Vör. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) sér um veislustjórn. Sigríður Thorlacius syngur. Jón og Bibbinn sjá um veitingar.
20:00 Hljómsveit Guðjóns Sveinssonar á Bryggjunni
Guðjón og félagar flytja lög eftir hans helstu áhrifavalda úr rokkheiminum.
Candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu í Ellubúð Slyasvarnardeildarinnar Þórkötlu
Vöfflur, kaffi og kakó til sölu í Kvikunni til styrktar 3. flokki kvenna í knattspyrnu.
Vörumarkaður: Vörðusund 2 frá fimmtudegi til sunnudags. Opið milli 13:00 – 17:00. Allt milli himins og jarðar til sölu.
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Fylgist með á sjoarinnsikati.is. Erum líka á Facebook og Instagram.