Dagskrá Sjóarans síkáta 31. maí - 2. júní 2019

  • Miđgarđsfréttir
  • 2. mars 2020

Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins haldin um Sjómannadagshelgina, 31. maí - 2. júní 2019 , til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans. Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri fjölskyldudagskrá.

Föstudagur 31. maí

16:00-18:00 Axel O og Keli Unplugged á Bryggjunni
Söngvararnir og gítarleikararnir Axel Omarsson og Hrafnkell Pálmarsson taka lög úr ýmsum átttum.

18:00 Götugrill
Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta sína götu í sínum litum og slá saman í götugrill.

20:00 Litaskrúðganga
Hin árlega litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu neðan við Kvikuna.

20:30-21:30 Bryggjusöngur
Hreimur Örn stýrir bryggjusöng á hátíðarsviðinu og allir taka undir.

21:30-23:30 Bryggjuball
Páll Óskar mætir í öllu sínu veldi með dansara, glans og stanslaut stuð. Hljómsveitin Bandmenn slá upp alvöru bryggjuballi fyrir alla fjölskylduna.

23:00 Pálmar og the Wild Turkeys á Papas
Pálmar og the Wild Turkeys keyra upp stemminguna á Papas. 

23:00 Hljómsveitin Heiður á Fishhouse
Hljómsveitin Heiður spilar inn í nóttina. Aðgangur ókeypis.

Laugardagur 1. júní

10:00 Sjóara síkáta mótið
Árlegt fótboltamót knattpsyrnudeildar UMFG þar sem strákar í 6. flokki keppa.

12:00 Skemmtisigling Skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna.
Staðsetning auglýst á samfélagsmiðlum hátíðarinnar þegar nær dregur. Vinsamlegast mætið tímanlega.

12:20-16:00 Bylgjulestin
Bylgjan verður í beinni útsendingu frá Grindavík.

13:00-17:00 Skemmtidagskrá á hátíðarsviði
Skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu í samvinnu við Landsbankann.

  • 13:00 Sirkus Íslands
  • 13:30 Vikki króna
  • 14:00 Latibær – Solla stirða og Halla hrekkjusvín
  • 14:30 Regína og Selma
  • 15:00 BMX brós
  • 15:30 Gunni og Felix
  • 16:00 Leikhópurinn Lotta
  • 16:30 Söngsveitin Víkingar

13:00-17:00 Tívolí á hafnarsvæðinu
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

13:00-17:00 Veltibíllinn
Hinn sívinsæli veltibíll verður á svæðinu.

13:00-16:00 Andlitsmálun við Kvikuna
Frí andlitsmálun fyrir öll börn við Kvikuna.

14:00 Grindavík – Víkingur
Grindvíkingar taka á móti Víkingum í PepsiMax deild karla á Mustad vellinum.

14:00 Sjópylsa í Grindavíkurhöfn
Sjópylsa á ferðinni í Grindavíkurhöfn fyrir börn og aðra ofurhuga.

14:00 Hópkeyrsla bifhjóla
Hópkeyrsla bifhjóla frá Northern Light Inn að Virkinu, klúbbhúsi Grindjána. Hjólum raðað upp til sýnis.

15:00-17:00 Hestateyming
Börnum gefst tækifæri á að fara á hestbak við Kvikuna.

15:00 – 18:00 Bakkalábandið á Bryggjunni
Bakkalábandið syngur gömlu góðu sjómannalögin ásamt hljómsveit.

16:00-17:00 Krakkakeyrsla Grindjána
Félagar í Grindjánum bifhjólaklúbbi leyfa börnum að sitja aftan á bifhjólum og fara hring frá Fiskmarkaðnum.

22:00 GG Blús á Salthúsinu
Blús-rokk-dúett af skárri sortinni með þeim Guðmundi Gunnlaugsyni trommara og Guðmundi Jónssyni gítarleikara. Tilboð á barnum.

22:00 Opið svið á Fishhouse O
pnu sviðin hafa notið fádæma vinsælda. Gestum er velkomið að taka þátt, syngja, leika og dansa. Aðgangur ókeypis.

23:00 Pallaball í Íþróttahúsinu
Poppkóngur Íslands, Páll Óskar, treður upp með eigin hljómsveit og dönsurum.

00:00 Hljómsveitin Swiss á Salthúsinu
Hljómsveitin Swiss leikur ný og gömul lög, íslensk og erlend. Miðaverð 2.500 kr. Tilboð á barnum til kl. 1.

Sunnudagur 2. júní

8:00 Fánar dregnir að húni
Fánar dregnir að húni og bæjarbúar hvattir til að flagga í tilefni Sjómannadagsins.

12:30 Sjómannadsagsmessa í Grindavíkurkirkju

  • Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.
  • Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari
  • Einsöngur: Páll Jóhannesson
  • Ritningarlestra lesa sjómannshjónin Ásdís Hafliðadóttir og Einar Hannes Harðarson
  • Kransaberi verður Andri Fannar Einarsson

Eftir messu fer heiðrun sjómanna fram í kirkjunni. Að lokinni heiðrun verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsveigur til minningar um þá sem hafa drukknað. Lúðrasveit verkalýðsins mun taka þá í athöfninni.

13:00-16:00 Andlitsmálun við Kvikuna
Andlitsmálun fyrir öll börn við Kvikuna.

13:00-17:00 Tívolí á hafnarsvæðinu
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

13:00-17:00 Veltibíllinn
Hinn sívinsæli veltibíll verður á svæðinu.

13:00-17:00 Fiskasafnið á bryggjukantinum
Fiskabúr af ýmsum stærðum og gerðum þar sem finna má marga af þeim nytjafiskum sem veiðst við Íslands. Á staðnum verða einnig snertibúr með furðufiskum.

14:00-17:00 Sjómannadagskaffi í Gjánni
Hérastubbur stendur fyrir myndarlegu Sjómannadagskaffi í Gjánni. Frítt fyrir yngri en 6 ára, 1.000 kr. fyrir 6-12 ára og 2.000 kr. fyrir fullorðna.

14:15-16:00 Hátíðarhöld í Víðihlíð
Sigríður Thorlacius skemmtir. Að loknum söngatriðum verður boðið upp á kaffiveitingar.

14:00-14:20 Hátíðarhöld við Kvikuna
Hátíðarhöld í tilefni Sjómannadagsins. Eliza Reid forsetafrú flytur ræðu og setur daginn formlega.

14:20-15:00 Koddaslagur, flekahlaup og kararóður
Hreystimenni og konur takast á í alvöru koddaslag, flekahlaupi og kararóðri. Verðlaun í boði. Skráning á staðnum.

15:00-17:00 Skemmtidagskrá á hátíðarsviði
Skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu neðan við Kvikuna í samvinnu við Landsbankann.

  • 15:00 Kvennakór Grindavíkur
  • 15:30 Söngvaborg 
  • 16:00 Gunni og Felix
  • 16:30 Latibær - Íþróttaálfurinn, Siggi sæti og Solla stirða

15:30-16:30 Töframaður á hátíðarsvæðinu
Töframaðurinn Daníel Örn verður á svæðinu og sýnir listir sínar fyrir gesti og gangandi.

20:00 Hátíðarkvöldverður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur
Hátíðarkvöldverður á Sjómannastofunni Vör. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) sér um veislustjórn. Sigríður Thorlacius syngur. Jón og Bibbinn sjá um veitingar.

20:00 Hljómsveit Guðjóns Sveinssonar á Bryggjunni
Guðjón og félagar flytja lög eftir hans helstu áhrifavalda úr rokkheiminum.

Alla helgina

Candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu í Ellubúð Slyasvarnardeildarinnar Þórkötlu

Vöfflur, kaffi og kakó til sölu í Kvikunni til styrktar 3. flokki kvenna í knattspyrnu.

Vörumarkaður: Vörðusund 2 frá fimmtudegi til sunnudags. Opið milli 13:00 – 17:00. Allt  milli himins og jarðar til sölu. 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Fylgist með á sjoarinnsikati.is. Erum líka á Facebook og Instagram.


Deildu ţessari frétt