Hver býr hér? - Hurðaleikurinn snýr aftur

  • Sjóarinn síkáti
  • 19. maí 2021

Fjölskylduleikurinn Hver býr hér? er fastur liður í aðdraganda Sjóarans síkáta hjá mörgum Grindvíkingum. Þrátt fyrir að lítið verði um hátíðahöld í tengslum við sjómannadaginn í ár verður leiknum engu að síður dreift í hús á næstu dögum. Leikurinn gengur út á að þekkja átta útidyrahurðir í bænum (tvær úr hverju hverfi), fylla út getraunablaðið og skila í Kvikuna í síðasta lagi föstudaginn 4. júní. Dregið verður laugardaginn 5. júní. 

Verðlaunin eru glæsileg:

  • 12 manna kaka að eigin vali frá Hérastubbi bakara
  • Gjafakarfa frá Bláa Lóninu
  • Hamborgaraveisla fyrir fjóra á Sjómannastofunni Vör
  • Fjölskyldukennsla í pílu frá Pílufélagi Grindavíkur
  • Saltfiskur frá Þorbirni


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 26. febrúar 2025

Aðalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum

Fréttir / 14. febrúar 2025

Opnunartími sundlaugar

Fréttir / 10. febrúar 2025

Fræðsla um netöryggi barna

Fréttir / 3. febrúar 2025

Árið byrjar vel hjá Grindavíkurhöfn