Kynningarfundur Járngerđar, nýstofnađra hagsmunasamtaka um uppbyggingu og framtíđ Grindavíkur

  • Fréttir
  • 4. mars 2025

Kynningarfundur Járngerðar, nýstofnaðra hagsmunasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur, verður haldinn laugardaginn 8. mars kl. 11:00 í Gjánni

Markmið samtakanna eru skýr og miða að því að vinna markvisst að endurreisn Grindavíkur og að Grindvíkingar fái að taka þátt í ákvörðunum um framtíð Grindavíkur. 

Kynningarfundurinn verður haldinn eins og fyrr segir í Gjánni laugardaginn 8. mars kl. 11. Þar verður stjórn Járngerðar kynnt og farið yfir helstu áherslur samtakanna. Einnig gefst færi á umræðum um málefnið, sem við teljum afar mikilvægt. 

Við hvetjum alla sem hafa áhuga og trú á uppbyggingu Grindavíkur til að mæta á fundinn og að slást í hópinn. 

Í krafti fjöldans og með markvissum hætti náum við markmiðum okkar. 

 

Með bestu kveðju,
stjórn Járngerðar
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík