Rafrćn Ţruma nćstu vikur

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 20. apríl 2020

Enn er samkomubann og því er rafræn Þruma enn starfandi. Rafræn Þruma verður með færri en veglegri viðburði næstu tvær vikurnar. Allir viðburðir eru þannig að unglingarnir mæta í gegnum netið og taka þátt í viðburðinum. Slíkir viðburðir hafa verið vinsælastir síðustu vikur og því ætlar Þruman að leggja alla sína áherslu á slíka viðburði.

21.apríl verður pókermót. Pókermótin hafa verið mjög vinsæl í Þrumunni í vetur og gerum við ráð fyrir að þeir sem hafa verið duglegir að spila taki þátt í þessum viðburði

23.apríl verður Skissa. Leikur á netinu sem virkar eins og hið fræga spil pictionary.

28.apríl verður stelpuspjall/trúnó. Stelpuklúbbur hefur verið í Þrumunni í mörg ár og er þetta eitt af því vinsælasta sem stelpurnar gera. Stelpurnar hittast allar í gegnum netið og spjalla og hægt verður að skrifa spurningar til starfsmanna undir nafnleynd og umræða tekin um hin ýmsu mál.

30.apríl verður bingó. Bingó þarf ekki að kynna fyrir neinum, þetta fimmtudagskvöld ætlum við að spila bingó og það verða skemmtilegir vinningar í boði.

Þruman hefur einnig opnað hlaðvarprás. Fyrsti þátturinn fór í loftið í síðustu viku þegar formaður nemenda og Þrumuráðs Viktor Örn kom í heimsókn í gott spjall.Það er von er á fleirri þáttum í nánustu framtíð. Þeir sem vilja búa til þátt mega endielga sækja um að vera með þátt og það er gert með því að senda upplýsingar um hvað þátturinn á að vera á þrumuna á samfélagsmiðlum.

https://soundcloud.com/user-907613581/hlavarp-rumunar-attur-1-viktor-orn


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur