Framtakssamar stúlkur með sölubása

  • Sjóarinn síkáti
  • 1. júní 2019

Það var nóg í boði fyrir gesti og gangandi í dag á Sjóaranum síkáta. Ekki aðeins var hægt að kaupa sér veitingar á veistingahúsum bæjarins heldur var líka hægt að gæða sér á gómsætum vöfflum og öðru bakkelsi við hátíðarsvæðið. Í Kvikunni eru stelpurnar í 3ja flokki að fjárafla fyrir keppnisferð til Spánar. Kvennadeild björgunarsveitarinnar, Þórkatla er að venju  með sölugám á svæðinu með allt mögulegt til sölu. En í ár var gaman að sjá framtakssamar stelpur bjóða upp á bakkelsi og vöfflur. Við Kvikuna voru þær Rakel Vilhjálmsdóttir og Svanhildur Röfn Róbertsdóttir á vaktinni en þær söfnuðu fyrir Rauða krossinn og gekk salan hjá þeim vel. 

Hinum megin við götuna þar sem Grindin er voru fimm stelpur með sérsmíðaðan bás þar sem hægt var að kaupa vöfflur og heimagert límonaði. Meðfylgjandi er myndband af þeim stöllum á vaktinni í dag, laugardag. 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 26. febrúar 2025

Aðalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum

Fréttir / 14. febrúar 2025

Opnunartími sundlaugar

Fréttir / 10. febrúar 2025

Fræðsla um netöryggi barna

Fréttir / 3. febrúar 2025

Árið byrjar vel hjá Grindavíkurhöfn