Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla eiga leikskólar að gefa nemendum sínum tækifæri til að kynnast og vinna með listafólki á hinum ýmsu sviðum menningar og lista. Á Króki hefur verið lögð rík áhersla á að börnin kynnist Grindvískum listamönnum og fjölbreytilegri sköpun þeirra með því að listamennirnir komi og hitti börnin og/eða vinni með verk þeirra á einhvern hátt.
Í Menningarvikunni í ár fengum við Berg Ingólfsson sem kom, sá og sigraði börnin eins og honum einum er lagið. Hann hélt fyrirlestur um það að vera leikari og brá á leik þar sem hann notaði börnin sem síma og talaði m.a. við Rún mömmu sína, sem hefur án efa passað marga foreldra barnanna á löngum starfsferli sínum í leikskólanum Laut.
Eins og sjá má á myndunum voru börnin mjög áhugasöm og skemmtu sér vel. Við vorum mjög þakklát fyrir að Bergur skildi gefa sér tíma í að heimsækja skólann því hann er jú mjög upptekinn maður og var einmitt að frumsýna leikritið sitt Úti að aka á þessum tíma.