Leiðbeiningar um skólamál og lögheimilisflutning

  • Fréttir
  • 27. ágúst 2024

Grindavíkurbær vill koma eftirfarandi leiðbeiningum á framfæri til foreldra leik- og grunnskólabarna, sem mörg eru að velta fyrir sér flutningi lögheimilis:

Hér má finna uppfærðar leiðbeiningar

Það er á ábyrgð forráðamanna að börn séu skráð í grunnskóla. Börn sem búa í öðrum sveitarfélögum en Grindavík ætti að skrá í skóla þar sem fjölskyldan býr.

2. Lögheimilisskráning í því sveitarfélagi þar sem fólk hefur aðsetur getur verið forsenda aðgengis að opinberri þjónustu. Þetta gildir m.a. um leikskóla- og grunnskólabörn og verður að leggja sérstaka áherslu á að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla í nærumhverfi sínu. Það er því eindregin ráðgjöf Grindavíkurbæjar til íbúa að huga sem fyrst að lögheimilisskráningu.

3. Börn sem búa í Grindavík geta farið í grunnskóla í Reykjanesbæ en ekki verður skólaakstur frá Grindavík á meðan ótryggt er að búa í Grindavík. Forráðamenn verða þess vegna að sjá um að koma börnum sínum í skóla og heim aftur. Sama gildir um börn sem eru búsett í öðrum sveitarfélögum en óskað er eftir að verði innrituð í grunnskóla í Reykjanesbæ.

4. Í undantekningartilfellum er hægt að sækja um að barn fái að sækja grunnskóla í öðru sveitarfélagi en þar sem það býr. Innritun er þá háð samþykki Grindavíkurbæjar. Grindavíkurbær skipuleggur ekki skólaakstur í slíkum tilvikum.

5. Grindavíkurbær mun sjá um að senda nauðsynleg gögn til grunnskóla sem barn er skráð í. Til að það sé hægt þarf barn að vera innritað í skólann.

6. Grindavíkurbær rekur ekki leikskóla skólaárið 2024-2025.

7. Grindavíkurbær rekur ekki grunnskóla skólaárið 2024-2025.

Algengar spurningar tengt lögheimilisskráningu:

Hvernig breyti ég lögheimili?

Hægt er að skrá lögheimilisflutning á island.is eða mæta á skrifstofu Þjóðskrár í Borgartúni. Sjá nánari leiðbeiningar á skra.is.

Hefur lögheimilisflutningur áhrif á húsnæðisstuðning?

Sértækur húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga skerðist ekki þótt lögheimili sé flutt í það húsnæði sem íbúar leigja tímabundið.


Deildu þessari frétt