Hátt í 600 tonnum hent á móttökustöđ Kölku í sumar

  • Fréttir
  • 9. desember 2024

Á tímabilinu maí til september árið 2024 hentu Grindvíkingar 593 tonnum á móttökustöð Kölku í Grindavík. Það er aukning um 327 tonn miðað við sama tímabil árið 2023. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá Kölku um sorphirðu á svæðinu.

Mikill munur var á tilteknum flokkum sorps. Þannig varð aukning í heimilissorpi um 118 tonn, lituðu timbri um 100 tonn, málmum um 50 tonn, húsgögnum um tæp 26 tonn og hreinu timbri um 25 tonn.

Alls hentu Grindvíkingar 187 tonnum af hreinu timbri, 186 tonnum af heimilissorpi, 89 tonnum af málmum og 41 tonni af húsgögnum á tímabilinu. Þá fóru 18 tonn af raftækjum í ruslið.

Sorplosun í sumar má að stórum hluta rekja til þess að margir Grindvíkingar neyddust til þess að tæma hús sín í tengslum við afhendingu þeirra til fasteignafélagsins Þórkötlu, sem gerði kröfu um að húsin yrðu afhent að fullu tæmd.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. júní 2025

Sundlaug og íţróttaskóli 17. júní

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 30. maí 2025

Listaverkagjöf til Grindavíkurbćjar

Fréttir / 30. maí 2025

Ađalsafnađarfundur 2025

Fréttir / 28. maí 2025

Allir vegir liggja enn til Grindavíkur

Fréttir / 26. maí 2025

Menningarmorgunn í Kvikunni

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG