Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti hefst í dag með viðburðum um allan bæ. Hin árlega litaskrúðganga fer af stað í kvöld kl. 20:00 úr litahverfunum fjórum. Á hátíðarsviðinu fyrir neðan Kvikuna mun Hreimur Örn stýra bryggjusöng ásamt því sem Páll Óskar og hljómsveitin Bandmenn koma fram á Bryggjuballi.
16:00-18:00 Axel O og Keli Unplugged á Bryggjunni
Söngvararnir og gítarleikararnir Axel Omarsson og Hrafnkell Pálmarsson taka lög úr ýmsum átttum.
18:00 Götugrill
Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta sína götu í sínum litum og slá saman í götugrill.
20:00 Litaskrúðganga
Hin árlega litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu neðan við Kvikuna. Hverfin safnast saman við Suðurhóp 1 (appelsínugulir), Gerðavelli 17 (rauðir), gatnamót Leynisbrautar og Staðarhrauns (grænir) og Kvennó (bláir).
20:30-21:30 Bryggjusöngur
Hreimur Örn stýrir bryggjusöng á hátíðarsviðinu og allir taka undir.
21:30-23:30 Bryggjuball
Páll Óskar mætir í öllu sínu veldi með dansara, glans og stanslaut stuð. Hljómsveitin Bandmenn slá upp alvöru bryggjuballi fyrir alla fjölskylduna.
23:00 Pálmar og the Wild Turkeys á Papas
Pálmar og the Wild Turkeys keyra upp stemminguna á Papas.
23:00 Hljómsveitin Heiður á Fishhouse
Hljómsveitin Heiður spilar inn í nóttina. Aðgangur ókeypis.